Kynning

Ég heiti Sigurður Þorbjörn Magnússon og er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Nánar tiltekið í austurbænum.
Foreldrar mínir eru Magnús Ragnarsson (látinn) og Guðrún Hanna Þorbjörnsdóttir. Ég á þrjá yngri bræður og eina yngri systur.
Ég bjó í Skipasundi 42 tvö fyrstu æviárin en svo flutti fjölskyldan í Barðavog 42. Ég fór í sex ára bekk í Vogaskóla Fjölskyldan flutti aftur í Skipasund 42 haustið 1975 og þá byrjaði ég í sjö ára bekk í Langholtsskóla. Eftir grunnskóla fór ég í Menntaskólann við Sund og útskrifaðist þaðan af hagfræðiskor árið 1988. Ég fór í Tækniskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem iðnrekstrarfræðingur. Ég lauk námi á tölvufræðibraut (netsérsvið) Iðnskólans í Reykjavík haustið 1999. Ég hóf fjarnám við Viðskiptaháskólann á Bifröst haustið 2000 og lauk þaðan B.S. prófi í viðskiptafræðum frá Fjarnámsdeild skólans vorið 2002. Ég hóf fjarnám á grunnskólabraut Kennaraháskóla Íslands haustið 2003.
Ég hef unnið við eitt og annað en skólaárið 2005-2006 kenndi ég við Höfðaskóla á Skagaströnd. Ég var umsjónarkennari í 10.bekk og kenndi íslensku og stærðfræði í 9. og 10.bekk auk þess sem ég kenndi lífsleikni í 10.bekk og stærðfræði í 8.bekk. Núna ég í Skipasundi 42 og kenni upplýsngatækni í Árbæjarskóla auk þess sem ég kenni bókfærslu í vali.
Ég hef gaman af öllum boltaíþróttum en fylgist mest með fótboltanum enda er ég gamall knattspyrnumaður. Ég spilaði í mörg ár með Þrótti í Reykjavík. Ég stunda einnig líkamrækt af krafti enda þarf ég losna við nokkur aukakíló. En mitt helsta áhugamál er útivist. Gönguferðir um hálendi Íslands og gönguferðir erlendis eru uppáhalds áhugamálið mitt.
Ég ætla leggja fyrir ykkur verkefni tengt áhugamálum mínum - sem verður líka efni á námskeiðinu - um fjallgöngur.
Smellið hér á verkefnið Sjö tindar
eða gerið það síðar með því smella á
fjallgöngumanninn á forsíðu.





© Nafnlaus notandi 19.10.2006