Stig 3

Stig 1 - Stig 2 - Stig 3 - Stig 4 - Ritun - Taltímar

skoli.eu - Íslenska sem erlent mál - Icelandic as a Foreign Language - skoli.eu

STIG 3

lesa, hlusta, tala, skrifa - leikir, málfræði

nám í boði - stig 3 - nám í boði - stig 3 - nám í boði

A


B


C


60 stunda
námskeið

  • 10 vikur
  • verkefnavinna
    60x40 mín.
  • 7 taltímar
  • 8 ritunartímar
  • leikjavefur á íslensku
    í 3 mánuði
  • verð: 38.000 ISK
    non-residents in Iceland: 55.000 ISK

- Lesið nánar hér fyrir neðan

30 stunda
námskeið

  • 7 vikur
  • verkefnavinna
    30x40 mín.
  • 4 taltímar
  • 5 ritunartímar
  • leikjavefur á íslensku
    í 2 mánuði
  • verð: 25.000 ISK
    non-residents in Iceland: 35.000 ISK

- Lesið nánar hér fyrir neðan

15 stunda
námskeið

  • 5 vikur
  • verkefnavinna
    15x40 mín.
  • 2 taltímar
  • 3 ritunartímar
  • leikjavefur á íslensku
    í 5 vikur
  • verð: 18.000 ISK
    non-residents in Iceland: 24.000 ISK

- Lesið nánar hér fyrir neðan


STIG 3

Allir nemendur sem ekki eru byrjendur geta fengið aðstoð hjá kennurum Tungumálaskólans við að finna námskeið við hæfi. Þó má reikna með að nemendur sem hafa tekið stig 2 í íslenskunámi fari oftast á stig 3.
Einnig eru allir nemendur sem ekki eru byrjendur, beðnir að fylla út sjálfsmat þar sem þeir meta sjálfir kunnáttu sína í íslensku og hvaða væntingar þeir hafa til námsins.
(Fá aðstoð við að finna námskeið - væntanlegt)

Almennt um nám í Tungumálaskólanum

Til að stunda nám á netinu þurfa nemendur að hafa sæmilega góða nettengingu og orðabók í bókarformi og/eða netorðabók. Einnig má nýta sér þýðingarvélar á netinu.
Nemendur þurfa að vera með MSN-forritið og Skype-símann, en bæði forritin eru ókeypis á netinu.

Mikil áhersla er lögð á að nám í íslensku og íslensk menning og samfélag fléttist saman í fræðandi og skemmtilegt nám og að nemendur þekki betur til íslensks samfélags eftir að hafa stundað nám í Tungumálaskólanum. Námsefnið er því oft tengt líðandi stundu því sem gerist í þjóðfélaginu á þeim tíma sem á náminu stendur.
Nemendur geta lagt fram spurningar á ensku, dönsku, norsku, sænsku, þýsku og ítölsku.

Fjarkennslan

Viðfangsefnin á stigi 3 eru m.a. áhugamál, ferðalög, fréttir og fleira sem nemendur geta valið að vinna út frá áhugasviði sínu. Einnig eru stuttir textar um sögu og menningu Íslands, landafræði og fleira sem tengist búsetu nemenda um allt land. Nemendur þurfa að vinna mikið sjálfstætt út frá gefnum verkefnum og í eigin valverkefnum.

  • Kennsla: Unnið er út frá námskrá í íslensku sem erlendu máli um orðaforða, framvindu og kröfur á námskeiðum.
  • Orðaforði og lesskilningur: Í byrjun verður rifjaður upp almennur orðaforði. Uppbygging orðaforða er áfram með myndum og hljóði, en meiri áhersla lögð á lestur texta og að vinna með lesna texta.
  • Talþjálfun: Í talkennslu er forritið Skype notað. Nemendur mæta í taltíma á netinu. Fundnir eru fastir tímar á netinu í samráði við nemendur á námskeiðinu.
  • Ritunarþjálfun: Nemendur þurfa að skrifa töluvert. Nemendur halda áfram að skrifa í skrefum eftir ákveðnu kerfi þar sem ný atriði í náminu bætast við í ritunarþáttinn.
  • Diktat: Nemendur skrifa eftir upplestri í hverri viku.
  • Ritun með kennara: Forritið MSN er notað í ritun með kennara. Nemendur fá einkatíma í MSN-ritun einu sinni í viku eftir samkomulagi við kennara.
  • Málfræði: Byrjað er á upprifjun á því sem nemendur hafa lært áður. Stígandin fylgir kennsluefninu sem áður. Nemendur sem vilja þyngri eða meiri málfræði geta fengið aukaverkefni eða unnið fleiri verkefni á leikjavefnum. Fjölbreyttar æfingar þar sem gagnvirkar æfingar eru nýttar á margvíslegan hátt til að gera málfræðinámið skemmtilegt og áhugavert.
  • Málfræðihefti á netinu fyrir alla nemendur Tungumálaskólans.
  • Leikjavefur á íslensku: s.s. krossgátur, orðaforðaleikir o.fl. fylgir á námstímanum. Nýtt efni í hverri viku.
  • Efni til útprentunar.

Samskipti á kennsluvefnum

  • Spjall: Á námskeiðsvefnum er boðið upp á lokað spjall nemenda, þar sem nemendur geta spjallað saman eða unnið verkefni sem kennari setur fyrir á spjallþræði. Spjallið er ekki bundið við tíma og því geta nemendur tekið þátt óháð því hvenær þau hafa tíma til að fara á netið. Nemendur geta því kynnst og tekið þátt í sameiginlegum verkefnum þótt þeir séu ekki við tölvuna á sama tíma.
  • Heimasíða: Nemendur fá heimasíðu á skoli.eu. Reiknað er með að nemendur nýti heimasíðuna m.a. í íslenskunáminu. Hver nemandi stjórnar því sjálfur hver hefur aðgang að síðunni.
  • Samskipti við kennara: Nemendur geta alltaf sent kennurum tölvupóst. Þeir hafa einnig aðgang að skilaboðakerfi á fjarkennsluvefnum og geta nýtt sér þá boðleið líka. Kennarar leggja sig fram við að svara samdægurs.

Nám og námsumhverfi

  • Námsumhverfið er einfalt og auðvelt að vinna á kennsluvefnum. Hægt er að velja um íslenskt umhverfi eða enskt.
  • Nemendur hafa aðgang að öllum verkefnum á námstímanum og geta unnið þau eins oft og þeir vilja eða þurfa.
  • Kennari les yfir öll verkefni.
  • Kennari fer yfir öll skrifleg verkefni og sendir nemanda til baka til leiðréttingar.
  • Kennari er með fasta kennslu á netinu í gegnum Skype-símann þar sem m.a. er farið í málfræðiatriði og nemendur geta spurt og rætt um efnið á meðan á kennslu stendur. Þessar kynningar verða einnig á netinu svo nemendur geti sótt þær til að rifja upp eða skoða ef þeir missa af tímanum.
  • Áhersla er lögð á að nám og leikur fléttist saman og því eru verkefni fjölbreytt og mismunandi að gerð og innihaldi.
  • Nemendur hafa yfirlit yfir alla ástundun sína og allan árangur á einum stað í kerfinu.
  • Kennt er eins mikið og hægt er á íslensku, en stundum er íslenskan einnig þýdd yfir á ensku.
  • Nemendur geta spurt kennara á ensku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku og ítölsku.
  • Námsmat er í lok námskeiða þar sem nemendur meta nám og kennslu í skoli.eu. Námsmati er ekki skilað undir nafni og þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að bæta og þróa faglegt skólastarf í skoli.eu.

Skírteini

  • Nemendur verða að skila öllum gagnvirkum æfingum.
  • Nemendur þurfa að leiðrétta skrifleg verkefni ef kennari sendir þau til baka til leiðréttingar.
  • Skyldumæting er í taltíma.
  • Skyldumæting er í MSN-ritun.
  • Þeir nemendur sem hafa staðist kröfur skólans um ástundun og árangur fá skírteini frá skoli.eu þar sem tekið er fram hversu marga íslenskutíma nemandinn sótti.
  • Skírteinið gildir fyrir þau sem þurfa að standa skil á 150 stunda íslenskunámi á Íslandi.
  • Skírteinið gildir sem fornám sé fólk að flytja til Íslands innan eins árs frá því að námi lýkur.

Greiðslur

  • Til að hefja nám þarf að greiða fyrir námskeiðið.
  • Hægt er að greiða með greiðslukorti í lok skráningar.
  • Hægt er að greiða inn á bankareikning Tungumálaskólans - smellið hér

Athugið

  • Boðið er upp á próf þegar námskeiðinu lýkur.
  • Nemendur geta tekið námið á lengri eða skemmri tíma eftir samkomulagi við kennara.
  • Viðtalstímar Tungumálaskólans verða á Skype eða í síma og verða þeir tímar auglýstir á vefnum.