Stig 4

Stig 1 - Stig 2 - Stig 3 - Stig 4 - Ritun - Taltímar

skoli.eu - Íslenska sem erlent mál - Icelandic as a Foreign Language - skoli.eu

STIG 4

lesa, hlusta, tala, skrifa - leikir, málfræði

nám í boði - stig 4 - nám í boði - stig 4 - nám í boði

A


B


C


60 stunda
námskeið

  • 10 vikur
  • verkefnavinna
    50x40 mín.
  • 7 taltímar
  • 8 ritunartímar
  • leikjavefur á íslensku í 3 mánuði
  • verð: 38.000 ISK
    non-residents in Iceland: 55.000 ISK

- Lesið nánar hér fyrir neðan

30 stunda
námskeið

  • 7 vikur
  • verkefnavinna
    30x40 mín.
  • 4 taltímar
  • 5 ritunartímar
  • leikjavefur á íslensku í 2 mánuði
  • verð: 25.000 ISK
    non-residents in Iceland: 35.000 ISK

- Lesið nánar hér fyrir neðan

15 stunda
námskeið

  • 5 vikur
  • verkefnavinna
    15x40 mín.
  • 2 taltímar
  • 3 ritunartímar
  • leikjavefur á íslensku í 5 vikur
  • verð: 18.000 ISK
    non-residents in Iceland: 24.000 ISK

- Lesið nánar hér fyrir neðan


STIG 4

Allir nemendur sem ekki
eru byrjendur geta fengið aðstoð hjá kennurum skoli.eu við að finna námskeið við hæfi. Þó má reikna með að nemendur sem hafa tekið stig 3 í íslensku fari oftast á stig 4.
Einnig eru allir nemendur sem ekki eru byrjendur, beðnir að fylla út sjálfsmat þar sem nemendur meta sjálfir kunnáttu sína í íslensku og hvaða væntingar þeir hafa til námsins.
(Fá aðstoð við að finna námskeið - væntanlegt)

Almennt um nám í Tungumálaskólanum

Til að stunda nám á netinu þurfa nemendur að hafa sæmilega góða nettengingu og orðabók í bókarformi og/eða netorðabækur. Einnig geta þýðingarvélar á netinu komið að góðu gagni.
Nemendur þurfa að vera með MSN-forritið og Skype-símann, en bæði forritin eru ókeypis á netinu.

Mikil áhersla er lögð á að nám í íslensku og íslensk menning og samfélag fléttist saman í fræðandi og skemmtilegt nám og að nemendur þekki betur til íslensks samfélags eftir að hafa stundað nám á skoli.eu. Námsefnið er því oft tengt líðandi stundu því sem gerist í þjóðfélaginu á þeim tíma sem á náminu stendur.
Nemendur geta lagt fram spurningar á ensku, dönsku, norsku, sænsku, þýsku og ítölsku.

Fjarkennslan

Viðfangsefnin eru m.a. áhugamál, ferðalög, afþreying, fréttir, ýmsir textar um sögu og menningu Íslands og fleira.

  • Kennsla: Unnið er út frá námskrá í íslensku sem erlendu máli um orðaforða, framvindu og kröfur á námskeiðum.
  • Lestur: Lesin er stutt bók á námskeiðinu og unnið með efni hennar. Einnig eru fjölbreyttir textar og netið nýtt, s.s. fréttavefir o.fl. í náminu.
  • Talþjálfun: Í talkennslu er forritið Skype notað. Nemendur mæta í taltíma á netinu. Fundnir eru fastir tímar á netinu í samráði við nemendur á námskeiðinu.
  • Ritunarþjálfun: Mikil krafa er um ritun. Endursagnir, skrifað um ákveðin efni, leitarverkefni með aðstoð netsins eða bóka, dagbókarskrif og sjálfstæð skrif.
  • Diktat: Nemendur skrifa eftir upplestri í hverri viku.
  • Ritun með kennara: Forritið MSN er notað í ritun með kennara. Nemendur fá einkatíma í MSN-ritun einu sinni í viku eftir samkomulagi við kennara.
  • Málfræði: Byrjað er á upprifjun á reglum sem nemendur eiga að hafa nokkuð á valdi sínu. Stígandin fylgir kennsluefninu sem áður. Ritun og málfræðireglum er fléttað saman eins og á fyrri námskeiðum en meira er af valverkefnum. Fjölbreyttar æfingar þar sem gagnvirkar æfingar eru nýttar á margvíslegan hátt til að gera málfræðinámið skemmtilegt og áhugavert.
  • Málfræðihefti á netinu fyrir alla nemendur Tungumálaskólans.
  • Leikjavefur á íslensku: s.s. krossgátur, orðaforðaleikir o.fl. fylgir á námstímanum. Nýtt efni í hverri viku.
  • Efni til útprentunar.

Samskipti á kennsluvefnum

  • Spjall: Á námskeiðsvefnum er boðið upp á lokað spjall nemenda, þar sem nemendur geta spjallað saman eða unnið verkefni sem kennari setur fyrir á spjallþræði. Spjallið er ekki bundið við tíma og því geta nemendur tekið þátt óháð því hvenær þau hafa tíma til að fara á netið. Nemendur geta því kynnst og tekið þátt í sameiginlegum verkefnum þótt þeir séu ekki við tölvuna á sama tíma.
  • Heimasíða: Nemendur fá heimasíðu á skoli.eu. Reiknað er með að nemendur nýti heimasíðuna m.a. í íslenskunáminu. Hver nemandi stjórnar því sjálfur hver hefur aðgang að síðunni.
  • Samskipti við kennara: Nemendur geta alltaf sent kennurum tölvupóst. Þeir hafa einnig aðgang að skilaboðakerfi á fjarkennsluvefnum og geta nýtt sér þá boðleið líka. Kennarar leggja sig fram við að svara samdægurs.

Nám og námsumhverfi

  • Námsumhverfið er einfalt og auðvelt að vinna á kennsluvefnum. Hægt er að velja um íslenskt umhverfi eða enskt.
  • Nemendur hafa aðgang að öllum verkefnum á námstímanum og geta unnið þau eins oft og þeir vilja eða þurfa.
  • Kennari les yfir öll verkefni.
  • Kennari fer yfir öll skrifleg verkefni og sendir nemanda til baka til leiðréttingar.
  • Kennari er með fasta kennslu á netinu í gegnum Skype-símann þar sem m.a. er farið í málfræðiatriði og nemendur geta spurt og rætt um efnið á meðan á kennslu stendur. Þessar kynningar verða einnig á netinu svo nemendur geti sótt þær til að rifja upp eða skoða ef þeir missa af tímanum.
  • Áhersla er lögð á að nám og leikur fléttist saman og því eru verkefni fjölbreytt og mismunandi að gerð og innihaldi.
  • Nemendur hafa yfirlit yfir alla ástundun sína og allan árangur á einum stað í kerfinu.
  • Kennt er eins mikið og hægt er á íslensku, en stundum er íslenskan einnig þýdd yfir á ensku.
  • Nemendur geta spurt kennara á ensku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku og ítölsku.
  • Námsmat er í lok námskeiða þar sem nemendur meta nám og kennslu í skoli.eu. Námsmati er ekki skilað undir nafni og þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að bæta og þróa faglegt skólastarf Tungumálaskólans.

Skírteini

  • Nemendur verða að skila öllum gagnvirkum æfingum.
  • Nemendur þurfa að leiðrétta skrifleg verkefni ef kennari sendir þau til baka til leiðréttingar.
  • Skyldumæting er í taltíma.
  • Skyldumæting er í MSN-ritun.
  • Þeir nemendur sem hafa staðist kröfur skólans um ástundun og árangur fá skírteini frá skoli.eu þar sem tekið er fram hversu marga íslenskutíma nemandinn sótti.
  • Skírteinið gildir fyrir þau sem þurfa að standa skil á 150 stunda íslenskunámi á Íslandi.
  • Skírteinið gildir sem fornám sé fólk að flytja til Íslands innan eins árs frá því að námi lýkur.

Greiðslur

  • Til að hefja nám þarf að greiða fyrir námskeiðið.
  • Hægt er að greiða með greiðslukorti í lok skráningar.
  • Hægt er að greiða inn á bankareikning Tungumálaskólans - smellið hér

Athugið

  • Boðið er upp á próf þegar námskeiðinu lýkur.
  • Nemendur geta tekið námið á lengri eða styttri tíma eftir samkomulagi við kennara.
  • Viðtalstímar Tungumálaskólans verða á Skype eða í síma og verða þeir tímar auglýstir á vefnum.


Skoðið sýnishorn af námskeiði (væntanlegt)

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ - SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ - SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ

A


B


C


50 stunda
námskeið

  • 10 vikur
  • verkefnavinna
    50x40 mín.
  • 9 taltímar
  • 10 MSN-tímar
  • leikjavefur á íslensku í 3 mánuði
  • verð: 320

Skráning á námskeið
.....í vinnslu

30 stunda
námskeið

  • 7 vikur
  • verkefnavinna
    30x40 mín.
  • 6 taltímar
  • 7 MSN-tímar
  • leikjavefur á íslensku í 2 mánuði
  • verð: 220

Skráning á námskeið
.....í vinnslu

15 stunda
námskeið

  • 5 vikur
  • verkefnavinna
    15x40 mín.
  • 4 taltímar
  • 5 MSN-tímar
  • leikjavefur á íslensku í 5 vikur
  • verð: 150

Skráning á námskeið
.....í vinnslu