Um atviksorð

Atviksorð eru stór orðflokkur sem vonlaust er læra utanað, enda er alltaf hægt búa til ný, t.d. með viðskeytinu -lega Þau skiptast í þrjá aðalflokka:

  1. staðaratviksorð sem segja til um HVAR eitthvað er eða gerist - dæmi: þar, hér, utan, sunnarlega, inn, heiman
  2. tíðaratviksorð sem segja til um HVENÆR eða HVE OFT eitthvað er eða gerist - dæmi: þá, núna, aldrei, reglulega, strax, uppi,
  3. háttaratviksorð sem segja til um HVERNIG eitthvað er eða gerist - dæmi: vel, fallega, mjög, aldeilis, alveg.
Sum atviksorð stigbreytast en önnur ekki. Dæmi um stigbreytingu:
Hún syngur VEL, hann syngur BETUR, en Lóló syngur BEST.
Mörg staðaratviksorð áttbreytast þ.e. eru mismunandi útlits eftir því hvort þau merkja "hreyfingu til staðar", "dvöl á stað"  eða hreyfingu frá stað". Dæmi:
út - úti - utan
inn - inni - innan
upp - uppi - ofan
niður - niðri - neðan
hér(na) - hingað - héðan
fram - frammi - framan
heim - heima - heiman
suður - 0 - sunnan
Rétt eins og lýsingarorð standa með öðrum orðum, geta atviksorð staðið með:
  1. sagnorðum - dæmi: Óli var einn HEIMA,
  2. lýsingarorðum - dæmi: Mér finnst hann OFSALEGA skemmtilegur,
  3. öðrum atviksorðum - dæmi: Þetta gengur ANSI vel.
Í hóp atviksorða ratar gjarnan alls konar skemmtilegt slangur og tískuorð. Dæmi (kanntu fleiri?):
Þú ert ÞOKKALEGA ruglaður. Þetta er FERLEGA gaman. Hún er ÝKT skrítin.





© María Ragnarsdóttir 25.4.2006