Kennsla í Netskólanum

Ef þú ert kennari eða telur þig hafa efni sem þú vilt miðla á netinu til annarra ættir þú að hafa samband við umsjónarmann Netskólans með því að senda tölvupóst til arni@netskoli.is í framhaldinu er hægt að gera samstarfssamning og úthluta þér kennararéttindum svo þú getir stofnað námskeið og farið að miðla efninu þínu, annað hvort til fyrirfram ákveðins hóps eða bara til áhugasamra netverja.

Á meðal þess sem kerfið býður upp á er að:

  • Útbúa netnámskeið, með námskeiðslýsingu, tengingu við námskrá og kennslumarkmiðum.
  • Skipta netnámskeiði upp í lotur.
    • Setja inn efni í lotur.
    • Verkefni
    • Skilaverkefni eða hópverkefni
    • Kennsluefni
    • Gagnvirkt efni
    • Eyðufyllingaræfingar
    • Sögur
    • Vefleiðangra
    • Vefpróf
  • Útbúa umræðuþræði og spjallherbergi sem er hægt að nota eitt og sér eða hengja við efni.
  • Vera í sambandi við nemendur með tölvupósti eða pósti innan kerfisins.
  • Útbúa orðalista með skýringum, svara fyrirspurnum nemenda og safna vefslóðum í tenglasafn
  • Halda utan um samskipti við nemendur
  • Útbúa netkynningar
  • Útbúa bekkjarvef og setja inn á hann efni t.d. fréttir og efni eftir nemendur
  • Setja inn upplýsingar í skólanámskrá