Verðskrá

Verðskrá fyrir skóla og einstaklinga:

Notkunargjöld af kerfi Netskólans skiptist í tvennt:

Stofngjald, greitt við undirritun samnings um þjónustu, kr. 35.000* ISK. Innifalið í stofngjaldi er að skólinn er stofnaður í kerfi Netskólans, þar sem þeir valkostir sem óskað er eftir eru virkir. Á meðal valkosta er að útbúa námskeið, undirvefi og útbúa vef í vefumsjónarkerfi o.s.frv. Einnig er aðstoðað við uppsetningu á útliti stofnunar ef óskað er eftir því. Boðið er upp á þjálfun fyrir umsjónarmenn og námskeið fyrir kennara til að koma þeim af stað í að nota kerfið, hvort sem er við að útbúa og stjórna netnámskeiðum eða nota bekkjavefi og setja inn efni eftir nemendur.

Afnotagjald, sem er innheimt annan hvern mánuð, afnotagjald fyrir skóla með færri en 100 notendur er 8.300* ISK. á mánuði, en fyrir 100-300 notendur er mánaðargjald kr 12.600* ISK. Skólar með 300-500 notendur greiða 25.000 ISK. og skólar með fleiri en 500 notendur greiða 40.000* ISK. á mánuði.

Önnur þjónusta sem er í boði fyrir stofnanir í Netskólanum:

  • Ráðgjöf kr. 14.600*. ISK.- pr. klst.
  • Smíði sérlausna (forritun) samið er um verð fyrirfram hverju sinni.


Verðskrá fyrirtækja:
Fyrirtæki ættu að leita tilboða um uppsetningu netskóla. arni.bjorgvinsson@gmail.com eða sími 6931011

* Verð eru án vsk.