Lausnir fyrir skóla

Hægt er að skrá sig inn eða stofna aðgang með Google auðkenni, það þýðir einfaldara utanumhald með notendum.

Einfalt er að deila efni inn í Google Classroom. Einn helsti styrkur Netskólans er hversu auðvelt er að útbúa þar margskonar gagnvirkt námsefni. Þegar efni hefur verið útbúið er hægt að deila því beint á réttan stað í Google classroom.

Það er hægt að deila verkefnum innan skólans eða með öðrum kennurum í kerfinu. Námsefni er hægt að flokka eins og hentar, bæði eftir námsgrein, aldri, erfiðleikastigi o.s.frv.

Í Netskólanum eru verkfæri fyrir kennara til að útbúa æfingar og verkefni eins og eyðufyllingaæfingar, skilaverkefni, ritunarverkefni og próf. Að auki er hægt að tengjast orðalistum og útbúa æfingar í sagnbeygingu, fallbeygingu og æfingar til að auka orðaforða t.d. fyrir nemendur sem eru með íslensku sem annað mál.

Kerfið heldur utan um virkni og frammistöðu en memendur fá stjörnur sem umbun fyrir að leysa verkefni og þrautir í kerfinu, það virkar mjög hvetjandi. Kennari hefur aðgang að einkunnabók sinna nemenda og sér hvaða æfingar þeir hafa leyst.

Kennari fær skilaboð þegar nemendur skila inn lausnum að verkefnum og nemendur fá skilaboð þegar einkunn eða umsögn er skráð við lausnir þeirra. Þemasíður er upplagt að nota ef hópur nemenda á að vinna að sameiginlegu verkefni.

Skólasíðan er miðpunktur kerfisins hjá hverjum skóla, þar er hægt að setja inn tilkynningar til nemenda, fróðleik og leiðbeiningar.

Netskólinn hefur bæði verið notaður sem stuðningstæki við hefðbundna kennslu og í fjarkennslu. Nýlega var kerfið uppfært til að auðvelt sé að nota það hvort sem er í tölvu, spjaldtölvu eða í síma.


Hafðu samband hér eða á Facebook ef þú hefur áhuga á að nota Netskólann við kennslu eða vilt fá nánari upplýsingar.