Kerfisuppbygging Netskólinn er íslenskt námsumhverfi á Netinu sem ætlað er að taka til sem flestra þátta sem máli skipta í námi á neti. Um er að ræða öflugt vefumsjónarkerfi myndað af eftirfarandi meginþáttum: - Skráning og aðgangsstýringar
- Framsetning og miðlun námsefnis sem nýtir kosti Netsins
- Námsmat og eftirlit með framvindu náms
Í Netskólanum geta kennarar útbúið vefbundin námskeið, annað hvort til að kenna eingöngu á netinu í fjarnámi, eða til að nota sem stuðning við staðbundið nám. Netskólinn er íslensk hönnun og hefur frá upphafi verið mikil áhersla lögð á að hanna námsumhverfið á þann hátt að sem þægilegast sé að nota það, bæði fyrir kennara og nemendur. Einfalt er að setja inn efni með því að flytja inn skrár úr eigin tölvu til miðlara Netskólans. Kerfinu fylgir einnig öflugt vefbundið ritvinnsluforrit sem gerir það að verkum að uppsetning efnis er mjög einföld. Í ritvinnsluforritinu er tenging við mynda- og skráasafn notenda svo auðvelt er að setja inn myndir, myndbönd eða tengla á skjöl sem notendur hafa flutt á netið. Einnig er boðið upp á yfirferð á textanum á íslensku. Nemendur geta skoðað kennsluefni, leyst verkefni og tekið þátt í umræðum. Í Netskólanum er innbyggt póstkerfi, sem notendur hafa til að skiptast á upplýsingum. Fjallað er um uppbyggingu póstkerfisins og hvernig á að flytja inn og nota efni á námskeiðinu Nám í Netskólanum, sem er námskeið sem allir eru skráðir á þegar þeir gerast notendur. Þar er ennfremur fjallað um Skjalakerfið og hvernig notendur nota það til að hafa yfirlit yfir skrár sem þeir hafa flutt á miðlara Netskólans. Stofnanir geta einnig sótt um að stofna sinn eigin Netskóla þar sem hægt er að halda námskeið fyrir notendur stofnunarinnar, bjóða upp á netkynningar, skrifa fréttir og margt fleira.
|