Íslensk tónlist

Veljið eina íslenska hljómsveit, söngvara eða söngkonu, sem syngur á íslensku.

Veljið svo eina plötu með þeim. Hlustið á alla plötuna.

Veldu uppáhaldslagið þitt á plötunni. Gúglaðu textana og lestu með. Leita á digicoll orðabókinni (sjá hjálp - góð hjálpargögn - digicoll) að orðum sem þú skilur ekki. Reyndu að skilja allt lagið. Kannski skilurðu ekki allt - stundum er list erfið. Það er allt í lagi.

Í tímanum á mánudaginn ætlar þú að tala um hljómsveitina, plötuna og lagið sem þú valdir.

Sendið mér youtube link á lagið fyrir tímann hérna fyrir neðan. Við getum hlustað á smá part af hverju lagi.

-Hljómsveitin / söngvarinn sem ég valdi heitir ____.

-Ég valdi það af því að ____.

-Lagið sem ég valdi heitir _____.

-Ég valdi það af því að ___.



 
Þú hefur þegar svarað þessu verkefni, svarið þitt er hér fyrir neðan:

 

https://youtu.be/yAyFyEFoZvs

 

-Hljómsveitin / söngvarinn sem ég valdi heitir Skálmöld.

-Ég valdi það af því að maðurinn sem er að spila á gitar í þessum hljómsveiti er með vinnustund með börn í leikskólanum sem ég er að vinna. 

-Lagið sem ég valdi heitir  - Kvaðning.

-Ég valdi það af því að þessi lag hjólmar vel með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

 


Umsögn um svarið þitt:

Sigurður Hermannsson
3.5.2020

Frábært! Ég hlakka til að heyra þig tala um þetta í tímanum á morgun =) 10





© Sigurður Hermannsson 29.4.2020