© Gígja Svavarsdóttir 10.5.2006

Blaðamannaskólinn


Blaðamannaskólinn
 

Allir krakkar skrifa í skólablað Íslenskuskólans

Núna byrjið þið æfa ykkur
og byrjið á skrifa dagbók.
Þið lýsið deginum ykkar - frá morgni til kvölds!
 

Ég vakna klukkan hálf sjö á morgnana i miðri viku og seinna um helgar. Oftast fer ég í skólann klukkan tuttugu mínutur i átta og á þriðjudögum og fimmtudögum korter yfir átta. Bara alltaf leiðinlegt-stundum gaman, NEI, þar eru ekki skemmtilegir kennarar. Í frímínútunum leikum við bara. Förum beint heim eða á bókasafnið. Ég fer í badminton einu sinni í viku, píanó, fiðlu, og sund tvisvar í viku og skáta. Ég horfi á sjónvarpið eða leik mér. Ég fer yfirleitt sofa um hálf tíu leytið. Síðan á ég tvo hunda sem ég leik mér mikið með og passa.
 
 
Ég vakna klukkan 06:20. Ég fer í skólann klukkan hálf átta, á hjólinu mínu. Ef ég hjóla ekki, keyrir mamma eða pabbi mig. Í frímínútunum í skólanum hlusta ég á tónlist, og tala við vinkonur mínar. Eftir skólann fer ég oftast heim, er i tölvunni og hlusta á tónlist. Ef ég geri það ekki, fer ég og hitti vinkonu mína í mollinu. Um kvöldið fer ég stundum í fótbolta eða í bassa kennslu.  Ef ég geri það ekki,  geri ég bara ekki neitt. Ég fer sofa klukkan tíu, af því annars vakna ég ekki daginn eftir.
 
 
Uppáhaldsdagurinn minn er föstudagur. Ég vakna klukkan 7 og byrja í skólanum klukkan 8. Ég hjóla í skólann. Í skólanum erum við með sænsku, stærðfræði og síðast félagsfræði. Ég les í frímínútum. Klukkan 11.40 fer ég heim spila á tölvu, geri lexíur og horfi á sjónvarp. Ég fer sofa á milli 11 og 12.
 
 
Ég vakna í kringum hálf sjö.  Ég hjóla i skólann kl. 7.45,  skólinn byrjar kl. 8.00. Skólinn minn er allt í lagi. Ég fer stundum út eða sit inni i bekknum með hinum krökkunum. Eftir skóla fer ég í vinnuna eða í handbolta. Ég æfi handbolta 3 sinnum í viku og keppi um helgar. Á kvöldin slappa ég af eða geri heimaverkefni. Ég fer sofa um kl. 22 til 22.30. Í gærkvöldi vorum við spila leik. Við unnum gull og bikar.
 
 
Á virkum dögum vakna ég klukkan korter yfir sjö og þá fer ég græja mig í skólann. Klukkan korter yfir átta förum ég og systir mín Agla af stað í skólann okkar. Mér finnst skemmtilegt í skólanum. Í frímínútum er ég oft í fótbolta. Á sunnudögum fer ég í sund. Á mánudögum og miðvikudögum fer ég í sjúkraþjálfun og svo leik ég við þýskan vin minn. Á þriðjudögum fer ég á námskeið starke Kinder sem heitir á íslensku sjálfsvörn fyrir börn. Á fimmtudögum og föstudögum er ég í fiðlu en ég hef spilað í 4 ár á fiðlu. Á kvöldin horfi ég oft á fréttir. Ég fer alltaf sofa á milli hálf níu og níu.
Kveðja frá Hamborg,
Breki
 
 

Ég vaknaði kl.7:30 & fékk mér morgunmat og smurði nesti & klukkan 8:00 fór ég í skólann. Mér finnst mjög gaman í skólanum, því er flex vika.  Í þessari viku erum við gera leikrit og ég og nokkrir aðrir svona u.þ.b. 10 eigum að spila tónlist. Hinir eru leikarar. Það eru líka dansarar og við öll erum að gera leikrit  um Kardimommubæinn. Í frímínútum erum ég og vinur minn Unnar oftast leika saman en ef ekki, þá er ég leika með hinum vinum mínum. Eftir skólann erum við í gæslu. Það er staður sem maður fer eftir skólann. Þar eru mjög góðir kennarar & einn sem er fullkominn, hann heitir Tom :-). Ég æfi ekki neitt en mig langar mjög mikið æfa eitthvað eins og íshokkí. Mig langar ekki æfa fótbolta eða körfubolta, það á ekki við mig:-( Á kvöldin horfi ég oftast á mynd. Ég fer sofa um það bil kl. níu eða tíu.    

 

 

Rannveig Marta Sarc, Slóveníu.
 
 
Ég vakna klukkan hálf átta, mér ristað brauð og te í morgunmat. Ég legg af stað í skólann klukkan átta og byrja í skólanum klukkan hálf níu. Mér finnst ekki svo skemmtilegt í skólanum. Ég mundi frekar vilja vera heima á þessum tíma og sofa lengur. En samt sef ég ekki lengur en til klukkan níu á laugardögum. Við höfum kennara sem er stundum skemmtilegur en stundum mjög leiðinlegur. Í frímínútum kjöftum við vinkonurnar saman um allt mögulegt. Eftir skólann fara sumar vinkonurnar heim, en ég verð eftir í skólanum með öðrum vinkonum mínum. Stundum förum við í badminton, stundum lærum við heima, stundum kjöftum við bara... Ég er í sunnudagaskóla, á mánudögum í fiðlutíma og tónfræði á þriðjudögum, engu á miðvikudögum, í sundi á fimmtudögum, í fiðlu og píanótíma á föstudögum og stundum í hljómsveit á laugardögum. (Ég vann fyrstu verðlaun í fiðlukeppni í Ljúbljana um daginn). Á mánudagskvöldum horfi ég á framhaldsþátt í sjónvarpinu með nágrönnum mínum. Klukkan tíu fer ég sofa.
 
 
 

Ég vakna klukkan hálf átta og fer í skólann klukkan hálf níu.  Það er mjög gaman í skólanum og kennararnir eru alveg skemmtilegir.  Í  frímínútum teikna ég eða leik við bekkjarsystur mínar.  Eftir skóla er ég oft leika mér heima og horfi á sjónvarpið, en stundum fer ég í píanótíma eða danstíma.  Ég er æfa píanó og ég er í dansi og mér finnst það mjög skemmtilegt.  Á kvöldin horfi ég á sjónvarpið með fjölskyldunni minni og ég fer stundum sofa mjög seint...Mér finnst nefnilega gaman vaka lengi!!
 
 
 
Hvenær vaknið þið? - kl.sjö.
Hvenær farið þið í skólann? - kl.sjö
fimmtíu.
Hvernig er í skólanum ykkar? - það er  mjög gaman.
Hvað gerið
þið í frímínútum? - við förum í eltingaleik.
Hvað gerið þið oft eftir skóla? - læri heima.
Stundið þið íþróttir, tónlistarnám eða annað spennandi? - ég stunda fimleka og æfi á píanó.
Hvað gerið þið á kvöldin? - ég fer í íslensku skólann.
Hvenær farið þið sofa? - kl.átta.