1. Hótel Kalifornía

Hótel Kalifornía
Höfundur: Stefán Máni

Útgefandi:
Mál og menning, kilja 2004..

Árið nítjánhundruð og sextíu er hljómsveitin The Beatles frá Liverpool á Englandi formlega stofnuð og seinna það sama ár leit ég svo dagsins ljós (bls. 7)

Orðabók og aðstoð

Sagnir sem enda á aði eru í þátíð og regla *1 (a-sagnir) eins og skol aði.
Lesið um regluna til finna orðabókarmyndina.

Sagnir sem enda á ði, di, eða ti eru í þátíð og regla *2 (i-sagnir) eins og set ti Lesið um regluna til finna orðabókarmyndina.

ALLAR REGLUR

Orð og orðasambönd:

stofnuð stofna
leit ég dagsins ljós líta dagsins ljós er fæðast.
setti
set j a
kveikti undir
kveikja undir er setja hita á hellu
gat geta *3
komið við koma við er snerta
klípu klípa, lítill biti
braut brjóta *3
miðlungsháan meðal-hár
Á annað hundrað manns meira en 100 manns
sjálfvirkum riffli sjálfvirkur riffill
ruddist inn ryðjast inn
myrti myrða *2 (erfið!)
svipti sjálfan sig lífi drepa sjálfan sig
fæddi fæða *2
hún húnn - afkvæmi (barn) allra bjarna (björn)
ástsælasta ástsæll, sem margir elska og
látin dáin
lífvarðar lífvörður
færði til færa til er setja á annan stað
smurði smyrja *5

Kafli 2 (bls. 18)
Ég skolaði gömlu steikarpönnuna með heitu vatni í vaskinum og þurrkaði hana síðan vel og vandlega með pappírsþurrku áður en ég setti hana á eldavélina og kveikti undir

Þegar pannan var orðin það heit ég gat ekki komið við hana með berum höndum setti ég klípu af smjörlíki á hana og horfði síðan á það bráðna.

Síðan braut ég tvö stór egg og steikti við miðlungsháan hita.

Ég opnaði fyrir útvarpið og hlustaði á hádegisfréttirnar.

Á annað hundrað manns var saknað eftir harða jarðskjálfta í Austurlöndum nær, grímuklæddur maður vopnaður skammbyssu og sjálfvirkum riffli ruddist inn í skrifstofubyggingu á vesturströnd Bandaríkjanna og myrti sjö og særði ellefu áður en hann svipti sjálfan sig lífi pandabjörn fæddi heilbrigðan hún í dýragarði í Kína og einhver ástsælasta leikkona kvikmyndasögunnar fannst látin í bifreið lífvarðar fyrrverandi eiginmanns síns.

Ég saltaði og pipraði eggin og færði þau aðeins til á pönnunni með steikarspaða, setti síðan tvær brauðsneiðar á disk og smurði þær með tómatsósu.

Verkefni:
Allar setningarnar í verkefninu eru teknar úr textanum.
Finnið setningarnar í textanum og
skrifið réttar sagnir í þátíð í eyðurnar.

Athugið 1. persóna (ég) og 3. persóna (hann og hún) er eins í þátíð
Í ÖLLUM SAGNAREGLUM!
Dæmi: ég skolaði... hann skolaði



  Hann    gömlu steikarpönnuna.

  Hann    hana síðan vel og vandlega.

  Hann    hana (steikarpönnuna) svo á eldavélina.

  Hann    svo undir henni.

  Hann    klípu af smjörlíki á pönnuna.

  Hann    á smjörlíkið bráðna.

  Hann    eggin við miðlungsháan hita.

  Hann    fyrir útvarpið.

  Hann    á hádegisfréttirnar.

  Maður með byssur    sjö manns í Bandaríkjunum.

  Byssumaðurinn    sig lífi.

  Pandabjörn    heilbrigðan hún.

  Hann  og

      eggin.

  Hann    tvær brauðsneiðar á disk

  og    þær með tómatsósu.








© Gígja Svavarsdóttir 25.2.2008