Unugata 11. hluti

Nýir íbúar

- Góðan dag, sagði Finnur.
Býr Bryndís hér?
Maðurinn kinkaði kolli.
Bryndís! kallaði hann.
Póstur til þín!

Rósa var spennt
þótt þau væru ekki draugar!
Maðurinn var ósköp venjulegur.

Þá birtist dökkhærð stelpa í dyrunum.
- Ég er Bryndís, sagði hún.

Hún las sjálf utan á pakkann:
BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR
UNUGÖTU 12

Þetta er skriftin hennar ömmu,
hún er orðin svo skjálfhent.

Verk efn i

Í þessum texta eru fjögur lýsingarorð.
1. Skrifið þau í eintölu í
karlkyni (hann)
kvenkyni (hún) og hvorugkyni (það)
- Líka í fleirtölu í
karlkyni (þeir)
kvenkyni (þær) og hvorugkyni (þau)

2. Merkið við lýsingarorðið sem getur ekki stigbreyst. Það er bara eitt af þessum fjórum!

stigbreytist
ekki
karlkyn kvenkyn hvorugkyn
ein tala
fleir tala
ein tala
fleir tala
ein tala
fleir tala
ein tala
fleir tala






© Gígja Svavarsdóttir 29.3.2006