Snorri Sturluson


Lestu söguna
og svaraðu verkefninu

 

 

Snorri Sturluson

Frægastur af öllum fornmönnum er Snorri Sturluson. Snorri var ekki bardagamaður. En hann var gáfaður, orti kvæði og samdi bækur.

Frá því Snorri var þriggja ára ólst hann upp hjá fóstra sínum. Það var Jón Loftsson í Odda, voldugasti goðinn á öllu Íslandi. Í Odda gat Snorri lært mikið og lesið bækur.

Þegar Snorri var orðinn fullorðinn varð hann sjálfur goði. Þá bjó hann í Reykholti í Borgarfirði. Hann átti líka fleiri sveitabæi og fjöldann allan af kúm og kindum. Hann varð ríkasti maður á öllu landinu.

Þegar Snorri var í Noregi var hann gestur hjá kónginum. Hann orti kvæði um kónginn og fékk gjafir í staðinn.

Heima á Íslandi skrifaði Snorri bækur. Hann skráði sögur af heiðnum goðum og bók um norska konunga. Til er saga af langa-langa-langa-langa-langa-langafa hans, sem hét Egill Skallagrímsson og var frægur bardagamaður og skáld. Margir halda Snorri hafi skrifað þessa sögu.

Snorri lifði á Sturlungaöld og átti í ófriði við aðra goða. Einu sinni komu óvinir hans Reykholti um miðja nótt, fundu Snorra í felum og drápu hann.

Snorri þrufti ekki vinna erfiða vinnu
þegar hann var barn. Hann mátti læra
lesa eins og hann vildi.

Margt af því sem við vitum um fornmenn stendur í gömlum handritum.

 

Í Reykholti hafði Snorri laug með
heitu vatni til sitja í. Hún heitir
Snorralaug.

Snorri orti kvæði um kónginn í Noregi.
Kóngurinn var unglingur sem seinna varð fyrsti konungur Íslensinga.
Þá var hann kallaður Hákon gamli.


Verkefni

1.  Bjó Snorri hjá foreldrum sínum þegar hann var lítill?


Nei
Það er ekki vitað


2.  Hvar bjó Snorri þegar hann var fullorðinn?

Í Reykholti í Borgarfirði
Á Bergþórshvoli
Við Mývatn
Á Austurvelli


3.  Var heitt vatn þar sem Snorri bjó í Borgarfirði?

Nei, það er ólíklegt
Já, annars hefði Snorralaug varla verið til


4.  Hvað fékk Snorri fyrir kvæði sín frá norska kónginum?

Fley og fagrar árar
Góðar gjafir
Vaðmál og saltfisk
Heitt vatn í laugina sína


5.  Hvað hét langa-langa-langa-langa-langa-langaafi Snorra?

Bólu-Hjálmar
Egill Skallagrímsson
Njáll Skarphéðinsson
Eggert Ólafsson


6.  Á hvaða tíma lifði Snorri?

Á steinöld
Á Sturlungaöld
Á 18. öldinni
Á landnámsöld


7.  Fyrir hvað er Snorri helst þekktastur?

Fyrir ferðir til Noregs
Fyrir heitu laugina í Reykholti
Fyrir kvæði og bækur.
Fyrir vera goði á Íslandi