Mörgæsaklúbbur - foreldrabréf, kynning.

Ágætu foreldrar, velkomin á námskeið með börnunum ykkar.

Námsefnið
Í Mörgæsaklúbbnum munum við leggja áherslu á vera með fjölbreytt efni fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Meginþemað verður Íslandssaga og landafræði í leikja-eða spurningaleikjaformi, ásamt ýmsu hliðar- og skemmtiefni.
Töluverð áhersla verður lögð á réttritun og verður hún bæði þjálfuð út frá stafsetningarreglum og einnig máltilfinningu. Þau munu einnig vinna létt málfræðiverkefni.
Til styðja við allan lestur reynum við hafa sem mest af hljóðefni til stuðnings.

Skipulag
Á hverjum föstudegi koma verkefni á vefinn. Börnin ykkar hafa viku til vinna verkefnin. Í lok vikunnar erum við með viku-skilablað þar sem þau merkja við unnin verkefni.

Foreldraþátttaka
Við reiknum með töluverðri þátttöku foreldra og krakkarnir vinni sem minnst ein við tölvuna, sérstaklega í byrjun.
Foreldrar geta auki farið á foreldrasíðu Íslenskuskólans
og slegið inn netfanginu ykkar til yfirlit yfir ástundun barnanna í pósti. Ef netfangið ykkar er ekki virkt þar, þá bendir það til þess það ekki skráð hjá okkur.
Á skólasíðu getið þið ásamt börnunum ykkar sett inn rétt netföng eða og þannig tryggt þið hafið aðgang upplýsingum í gegnum tölvupóst og fréttabréf berist ykkur á rétt netföng.

Tæknimál
Tölva, hljóðkort, íslenska stafasettið og nettenging er nægjanlegt til stunda námið.
Við munum töluvert nota ókeypis aðgang fyrir nemendur okkar á Tónlist.is við verkefnagerðina, þar sem krakkarnir hlusta og skrifa. Því þurfið þið vera með Windows Media Player á tölvunni. Helstu vandkvæði sem geta komið upp þar tengjast spilaranum í tölvunni og því hann kannski ekki uppfærður til geta spilað efni af Tónlist.is. Hér eru leiðbeiningar ef þið hafið lent í einhverjum vandræðum með spila tónlist af Tónlist.is:
Windows Media Player
Útgáfa 9 eða nýrri hægt nálgast á vef Microsoft:
http://www.microsoft.com/windows/windowsmedia/9series/player.aspx

Eftir Windows Media Player 9 hefur verið uppsettur þá er nauðsynlegt uppfæra leyfisútgáfuhluta hans (DRM).
Hægt er gera það með því fara á
http://drmlicense.one.microsoft.com/Indivsite/indivit2.htm
og smella á Start hnappinn þegar hann virkjast. Athugið það getur tekið smá tíma fyrir hnappinn verða virkur. Vinsamlega sýnið þolinmæði.

Skóli og heimili
Þið fáið reglulega sendan foreldrapóst frá kennara og það væri mjög gott heyra frá ykkur hvernig krökkunum ykkar gengur.
Ef námskeiðið er of létt eða of þungt látið okkur vita.

Endilega hafið samband ef þið viljið ræða eitthvað við kennara.
Þið getið haft samband í pósti barnanna ykkar sem þau hafa í Íslenskuskólanum,
og þið getið líka sent á
islenskuskolinn@islenskuskolinn.is

eða á gigja@mennta.net

Með von um gott og árangursríkt samstarf

Kær kveðja
Gígja Svavarsdóttir
kennari í Mörgæsarklúbbi






© Gígja Svavarsdóttir 14.3.2006