Ljóð

 

Ljóð, Þórarinn Eldjárn, Óðfluga. 
Mynd: Sigrún Eldjárn.
Ingó

 

 

 

Oní fjöru Ingólfur
er í skapi fúlu,
fram og aftur flækist þar
en finnur enga súlu.

Hann finnur gamlan gúmmískó
og grænar netakúlur,
en ekki sínar öndvegis-
og afbragðsgóðu súlur.

Hann kemur auga á ótal hús
með uppþvottavél og síma:
HANN ER Í RÉTTRI REYKJAVÍK
Á RÖNGUM KOMUTÍMA.

Hann gengur upp á grænan hól 
og gerist fyllibytta,
og er þar síðan alla tíð
algjör myndastytta.

 






© Gígja Svavarsdóttir 26.3.2004