Rigning í Osló, 16. hluti

Orð og orðflokkar
- allt sem byrjar á lýsingar

Lýsingar orð
Lýsingarorð lýsa hlutum eða fólki nánar.
Til dæmis eru allir litir lýsingarorð.
Þetta er bíll. Þetta er blár bíll.
Lýsingarorð eru líka í þremur kynum
hann er blár hún er blá og það er blátt

Lýsingarorð stigbreytast líka.
Dæmi:
stór - stærri - stærstur
lítill - minni - minnstur


Lýsingar háttur þátíðar
Þegar sögn breytist í lýsingarorð.
Dæmi:
blessa - Lýsingarháttur þátíðar: hef blessað
Breytist í lýsingarorð:

hann er blessaður hún blessuð og það blessað

Lýsingar háttur nútíðar
Hann er alltaf eins!
ganga - ganga ndi
syngja - syngja
ndi



Þau voru   að ganga í tíu mínútur og það grillti í vegamótin framundan.

Jóhann hélt í hönd foreldra sinna,   hönd

föður síns og   hönd móður sinnar.

Það var   síðan þau höfðu leiðst svona.

Allt í einu fann Jóhann að faðir hans herti takið. Svo fór hann að slaga og syngja, hræðilega  

og  .

Jóhann skildi strax hvers vegna hann var að syngja. Flokkur  

hermanna kom   á móti þeim.

Hvers vegna voru þeir á ferðinni um miðja nótt? Hermennirnir gengu framhjá þeim og liðsforinginn brosti til þeirra. Undir sumum hjálmunum sá Jóhann  

 andlit. Nú voru tíu mínútur þangað til bíllinn átti að koma.

Þau voru   alla leið á torgið.

Þar var allt   og enginn á ferli.

Veitingahúsið var   og bílaverkstæðið líka.

Allir voru í fastasvefni og kviðu morgundeginum.  

degi í skugga stríðs og óvissu. 

degi með lýsislampa og biðraðir.   degi með Þjóðverja á götum borgarinnar.








© Gígja Svavarsdóttir 25.6.2007