Rétt eða rangt. Í lok 3. kafla

Rétt eða rangt
Í lok 3ja kafla í Orku, bls. 83


1.  Samkynja hleðslur dragast hver að annarri, ósamkynja hleðslur hrinda hver annarri frá sér.  

2. Óhlaðnir hlutir verða neikvætt hlaðnir þegar þeir taka við rafeindum.  

3.  Hleðsla sem fæst með rafhrifum er einungis fólgin í endurröðun rafhleðslna í hlut  

4.  Mælikvarði á orku sem er fyrir hendi hverju sinni til þess að hreyfa hverja einstaka rafeind kallast núningur  

5.  Gúmmí leiðir rafmagn tiltölulega illa  

6.  Efni sem hleypa ekki rafeindum greiðlega gegnum sig kallast einangrarar  

7.  Samkvæmt reglu Ohms jafngildir rafstraumur í vír viðnáminu deilt með spennunni  

8.  Í raðtengdri straumrás eru raftæki hvert á sinni grein rásarinnar  

9.  Segulsvið er þar sem áhrifa segulkrafta gætir  

10. Raflar fá orku sína frá hverflum sem knúnir eru með vatns- eða gufuafli  








© Rannveig Haraldsdóttir 21.2.2009