Stafrófið

A á b d, ð e é
f g h i, í j k.
L m n o, ó og p
eiga þar að standa hjá
.

R s t u, ú v næst
x y ý, svo þ æ ö.
Íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.

Þórarinn Eldjárn

Raðaðu eftirfarandi dýraheitum í stafrófsröð.
Þegar fyrsti stafurinn er sá sami í orðum, er raðað eftir öðrum staf í orðinu.

 Raðaðu atriðunum í rétta röð með því að draga línurnar upp eða niður með músinni

  1. svín
  2. hestur
  3. geit
  4. hundur
  5. kind
  6. kýr
  7. köttur





© Edda Rún Gunnarsdóttir 27.2.2012