1. Til foreldra

Viðfangsefnin næstu 5 vikurnar

Viðfangsefnin á námskeiðinu eru sett upp í fimm flokkum ( málrækt, hreyfing, myndsköpun, tónlist og umhverfið og ég ).

Í hverru viku bætast verkefnin við vefinn og á síðum ofantalinna flokka er hægt hugmyndir og velja úr viðfangsefni fyrir barnið.


Fyrir lítil börn er ekki æskilegt dvelja langtímum saman fyrir framan tölvuskjáinn og er því þó nokkuð af efninu byggt upp sem verkefni og leikur án notkunar tölvu.

Eins verða tengd við vefinn nokkur gagnvirk verkefni (t.d. flettisögur og minnisleikir) sem skemmtilegt er skoða og vinna saman. Auk þess er upplagt spila íslensk barnalög (af lagalista námskeiðsins) í tölvunni.



Hlutverk foreldra

Á þessu námskeiði eru foreldra hinir eiginlegu kennarar. Það er því hlutverk foreldra vega og meta hvað hentar barninu sínu best.
Hafið í huga að:
  • Foreldrar þekkja börnin sín best og alltaf skal vinna út frá áhuga og getu hvers einstaklings.
  • Best er eiga sameiginlega heimaskólastund þegar rólegt er og allir eru óþreyttir.
  • Got t er byrja rólega á viðfangsefnunum og án mikilla væntinga.
  • Betra er hætta fljótt og byrja aftur seinna í stað þess setja pressu á barnið.
  • Það getur verið feikinóg vinna 2-3 verkefni í hverri viku.
    5-20 mínútna vinna getur verið mátuleg.
    Endurtekning getur einnig verið af hinu góða.
  • Jákvæðni, leikur og hófleg umbun (t.d. í orði) eru hvetjandi.
Munið líka allar ábendingar um inntak og útfærslu þessa námskeiðs eru vel þegnar.


Um lestur

Í þessari viku bendum við á bæklinginn "Leggjum börnum lið við læsi". Í honum eru finna ýmsar leiðbeiningar um lestrarnámið og undirbúning þess.

Hrós í orði

Á þessum lista finna skemmtilegan orðaforða sem gott er hafa til hliðsjónar þegar unnið er með barninu.


Hrós - listi til
útprentunar