Þingvellir


Þingvellir: þar sem allt gerðist

Þingvellir eru einn merkasti staður á Íslandi. Mjög margir atburðir í Íslandssögunni tengjast Þingvöllum með einhverjum hætti. Þar var Alþingi stofnað árið 930 og haldið á hverju ári í margar aldir. Alþingi var jafnframt tilefni fyrir fólk af öllu landinu til hittast, versla og skemmta sér. Heimildir segja frá því fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár, líklega til hafa betri aðgang vatni. Kristni var lögtekin á Þingvöllum árið 1000. Afbrotamenn voru í margar aldir dæmdir og teknir af lífi á Þingvöllum. Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum árið 1944.

Í Íslendingasögunum gerast líka margir atburðir á Þingvöllum. Við vitum sjálfsögðu ekki hvort sögurnar eru sannar en þetta sýnir mikilvægi staðarins. T.d. hittast þau Gunnar og Hallgerður, sögupersónur Brennu-Njáls sögu, í fyrsta sinn á Alþingi á Þingvöllum.

Jarðfræði Þingvalla er einnig merkileg. Segja Þingvellir séu í tveimur heimsálfum, Evrópu og Ameríku. Á fáum stöðum í heiminum sjást betur skilin milli evrópska flekans og þess ameríska. Margar skorur hafa myndast í landið í jarðskjálftum á liðnum öldum. Almannagjá er þeirra stærst.

Lífríki Þingvalla er einstakt. Í Þingvallavatni lifa fjögur afbrigði bleikju og er mjög sjaldgæft svo mörg afbrigði hennar lifi í einu og sama vatninu.

Síðast en ekki síst eru Þingvellir vinsæll staður til dveljast á. Margir eiga sumarbústað en einnig er hægt tjalda eða einfaldlega koma í dagsferð, tína ber og njóta útsýnisins. Margir listmálarar hafa málað myndir á Þingvallasvæðinu, meðal annarra Jóhannes Kjarval og Ásgrímur Jónsson. Upphaf bókarinnar Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness gerist á Þingvöllum.

Þingvellir hafa verið þjóðgarður síðan 1930 og á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2004.

Lesið meira á Þingvallavefnum



Öxarárfoss



Almannagjá







© Egill Gunnarsson 23.2.2009