Flottur hnappur

1. Veldu File > New og búðu til nýja mynd sem er 200 x 200 punktar á stærð, 16 milljón lita og með hvítum bakgrunni.Hægt er minnka myndina síðar, t.d. með Image > Resize, ef nota á hana sem hnapp á vefsíðu.

2. Veldu svartan lit sem forgrunnslit og hvítan lit sem bakgrunnslit.

3. Veldu Selection hnappinn og stilltu Selection Type á Circle Feather á vera 3.

4. Teiknaðu hring sem nær yfir nánast alla myndina.

5. Veldu málningarfötuna og stilltu Fill Style á Linear Gradient

6. Smelltu á Options hnappinn og stilltu á 135 Deg.

7. Smelltu inn í hringinn til lita hann.

8. Veldu Select None úr Selections valmyndinni.

9. Veldu Selection hnappinn aftur og teiknaðu minni hring inni í þeim stærri.Vandaðu þig við láta minni hringinn vera nákvæmlega inni í miðjunni á þeim stærri.

10. Veldu málningarfötuna aftur og hvítan lit sem forgrunnslit .Velduað því búnu litinn, sem þú vilt á hnappinum, sem bakgrunnslit. (Ég notaði rauðan).

11. Í Flood Fill er stillt á eftirfarandi: Match Mode =None, Tolerance =0, Fill Style = Sunburst Gradient.

12. Smelltu á Options hnappinn og stilltu Vertical á 75% og Horizontal á 25%.

13. Smelltu í hringinn til lita hann.

14. er bara eftir bæta tákni eða texta í miðju hnappsins og geyma hann.

Hnappurinn minnkaður






© Árni H. Björgvinsson 13.4.2005