Glóandi texti

1. Byrjaðu á nýrri mynd með því smella á New hnappinn á hnappastikunni, eða Ctrl+N á lyklaborðinu. Myndin á vera 350 punktar á breidd og 100 punktar á hæð með svörtum bakgrunni.  Aðgættu 16,7 Million Colors (24 bit) valið í Image Type

2. Veldu ljósgrænan lit sem forgrunnslit og smelltu á textahnappinn. Smelltu svo á miðja myndina. Skrifaðu inn einhvern texta í textagluggann sem birtist, hér er notað 48 punkta X-files letur sem þú getur fundið á netinu, slóðin er http://www.artor.is/efni/x-files.zip

3. Staðsettu textann á miðri myndinni. Þú tekur eftir umhverfis textann er mjó titrandi punktalína.  Hún sýnir hvaða hluti myndarinnar er valinn.

4. Næst opnarðu Selections valmyndina og velur Select None eða (Shift+N eða smellir með hægri músarhnappi). Eftir það opnarðu Image valmyndina og velur Dilate úr Special Filters undirvalmyndinni. Endurtaktu Dilate aðgerðina, þá gæti myndin litið svona út:

5.  Dilate filterinn þenur stafina út. Til gera textann óskýran skaltu velja Blur More filterinn tvisvar með Blur More

6. Nú á bara eftir velja lit fyrir textann sem kemur ofan á græna textann.  Best er velja dekkri lit en á textann fyrir neðan. Hér er rauður valinn sem forgrunnslitur, síðan er smellt á textahnappinn og svo strax á OK Hagræddu rauða textanum ofan á þeim græna þá lítur myndin einhvern veginn svona út:

7. Upplagt er nota myndir eins og þessa á vefsíðum með svörtum bakgrunni.






© Árni H. Björgvinsson 12.4.2005