Verkefni - Fallhættir og persónuhættir

 

Nafnháttur er nafnorðsmynd (heiti) sagnarinnar. Hann endar oftast á -a, t.d. lesa skrifa Í nokkrum sögnum hefur -a fallið brott eftir t.d. fáa - fá, spáa- spá. Tvær sagnir enda á -u munu, skulu. Nafnháttur er auðþekktur á endingunni -a og nafnháttamerkinu að.

Lýsingaháttur nútíðar gegnir líku hlutverki og lýsingaorð. Hann endar alltaf á -andi t.d. siglandi, gangandi o.s.frv. og er hann auðþekktur á því. Hann er oftast hliðstæður, t.d. hafðu vakandi auga á drengnum. Hann er sofandi

Þegar lýsingarháttur nútíðar er sérstæður, verður hann ævinlega nafnorði. Dæmi: Eigandi hússins er eigi heima. Eigandinn er eigi heima.

Oft er forskeyti eða orði aukið framan við lýsingarhátt nútíðar: núverandi, hálfgrátandi o.s.frv. og telst hann þá lýsingarorð.

  Lýsingaháttur þátíðar gegnir einnig líku hlutverki og lýsingaorð. Hann er til í öllum kynjum og haft sterka og veika beygingu. Endingar hans í karlkyni, eintölu, nefnifalli eru sem hér segir: -inn, -aður, -ður, -dur, -tur. Dæmi: Elskaður, tekinn, færður, hengdur, reyktur.

Lýsingaháttur þátíðar er notaður með sögnunum hafa vera verða og myndar hann með þeim samsettar tíðir og þolmynd. Dæmi: Ég hef sagt Hann er valinn Þú verður sóttur

Lýsingaháttur þátíðar hefur oft stöðu lýsingaorðs. Dæmi: Hann hélt heim því loknu Einnig er orði eða forskeyti aukið framan við lýsingarhátt þátíðar: Hann er útsofinn Ber þá greina hann sem lýsingaorð.

 

Þriðji kafli
Riddaravagninn

Harry hafði gengið nokkra stund þegar hann hrasaði um lágreistan vegg á Magnolíugötu, móður og másandi af áreynslunni við draga koffortið. Reiðin ólgaði inni í honum. Hann sat grafkyrr og hlustaði á dynjandi hjartslátt sinn.

En eftir tíu mínútur einn á myrkri götunni náði önnur tilfinning yfirhöndinni: Skelfing. Hvernig sem á það var litið hafði hann aldrei lent í verra klandri. Hann var strandaglópur, aleinn í dimmum Muggaheimi án þess eiga sér samastað. Og það versta var hann hafði rétt í þessu framið galdur og gat því örugglega búist við brottrekstri úr Hogwartskóla. Hann hafði þverbrotið regluna um galdrastarfsemi galdramanna sem ekki hafa náð tilskildum aldri og furðaði sig mest á því fulltrúar Galdramálaráðuneytisins skyldu ekki vera komnir til í hann þar sem hann sat


Sagnorðin í þessum kafla úr Harry Potter og fanginn frá Azkaban eru feitletruð. Tilgreindu í hvaða hætti og tíð þau eru:

RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© María Ragnarsdóttir 4.4.2005