Verkefni - orðhlutar

Hvað heita orðhlutarnir?

a.  Stofn
Orðið STOFN merkir orðið í heild, frádreginni beygingarendingu. Þar sem engin beyging er (t. d. í samtengingum, forsetningum, upphrópunum og oft atviksorðum) getur orðið allt verið stofninn, t. d. frá, nei. Sama gerist í beygjanlegum orðum, ef engin beygingarending kemur fram, t. d. guð, barn, rós

b.  Beygingarendingar
Orðhluta sem innihalda sérupplýsingar um beygingaratriði köllum við BEYGINGARENDINGAR. Öll tungumál hafa ýmsar beygingarendingar, en íslenska er með fleiri slíkar endingar en mörg önnur mál.

c. Rót - kjarni orðsins
RÓT er hluti orðs sem er sameiginlegur öllum skyldum orðum. Stundum gerist það ræturnar BREYTAST örlítið á milli orða. Það er vegna þess alls kyns hljóðbreytingar hafa herjað á málið undanfarnar aldir. Dæmi: far+, fer+, för+, fór+ o. s. frv.. Í samsettum orðum eru fleiri en ein rót, t. d. hús+ a+ mál+ ar+i.

d.  Forskeyti
FORSKEYTI einkennast af því þeim er skeytt framan á önnur orð, framan við rót orðsins. Forskeyti eru t. d. ó-, mis-, van-, for-, sam-, sjald-, all-, fjöl- Forskeyti eru ekkert mjög algeng, flest orð eru án þeirra, en samt er gott þekkja þau.

e. Viðskeyti
VIÐSKEYTUM er skeytt aftan við við orð (en þó á undan beygingarendingu), þ. e. a. s. á eftir rótinni. Það sem greinir viðskeyti frá forskeytum er því fyrst og fremst staðsetningin. Einnig er það svo í sama orði geta verið fleiri en eitt viðskeyti, en sjaldan nema eitt forskeyti. Viðskeyti eru t. d.: -leg (vit+leg+ur), -nað- (get+nað+ur), -and- (nem+and+i).

1.   Finnið eins mörg orð og þið getið sem hafa sameiginlega rót með orðunum hér fyrir neðan og skrifið þau fyrir neðan:

a)
útþvæld rauninni harður hringja fræðin lokum

b)
afrek gullna gagns  kvölum tekst  þungbær

Skiptið feitletruðu orðunum í orðhluta og segið til um hvað hver orðhluti heitir:

Dæmi: gengur = geng (rót) + ur (beygingarending)

þungt kringum hjálpi stafinn þekkir ösinni ellinnar


Þú átt ekki að skila þessu verkefni




© María Ragnarsdóttir 12.10.2005