1. Til foreldra

Lestur er lykillinn

Hér bendum við á annan bækling um lestur.
Í bæklingnum Lestur er lykill þekkingu og betri framtíð sem gefinn er út af Námsgagnastofnun er fjallað um ýmsar leiðir sem foreldrar geta farið til styðja við lestrarnám barna sinna.




Skrifað á skjáinn

Við minnum á ritvinsluforrit (eins og t.d. Microsoft Word) er kjörinn vettvangur fyrir stafavinnu og kynni af lyklaborðinu.

Í byrjun er feikinóg barnið skrifi þá stafi sem því dettur í hug. Síðan fara finna stafi sem það þekkir (t.d. stafinn sinn, stafinn hennar mömmu, hans pabba o.s.frv.). Næsta skref er svo skrifa einföld orð og jafnvel stuttar setningar.

Þar sem stafirnir sem barnið sér á lyklaborðinu eru hástafir (stórir stafir) er ágætt byrja á því nota þá. Sjálfsagt er sýna barninu lágstafina (litlu bókstafina) og hvetja það til nota þá (sérstaklega ef það þekkir þá betur).

Þegar barnið skrifar er upplagt auka leturstærðina og jafnvel breyta um lit á textanum.

Það prenta út stafavinnuna, hengja hana e.t.v. upp á vegg og jafnvel senda stafablað í pósti eða tölvupósti til ömmu og afa er ágætis umbun fyrir unnið verk.




Gullkorn

Til gamans er hér vísað á vefsíðu leikskóla í Reykjavík þar sem ýmis gullkorn og heimspekilegar vangaveltur barna koma fram :-)

Kjörið er halda utan um gullkorn barnanna sinna, t.d. í lítilli stílabók eða í skjali í tölvunni.