Aðventan

 
Aðventan er fjögurra vikna tímabil fyrir jól og á Íslandi setja margir upp aðventukrans með fjórum kertum.  Fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á einu kerti, þann næsta á tveimur og svo koll af kolli.

Kertin bera eftirfarandi nöfn:

  • Fyrsta kertið heitir
    Spádómskertið
  • Annað kertið heitir
    Betlehemskertið
  • Þriðja kertið heitir
    Hirðakertið
  • Fjórða kertið heitir
    Englakertið

Aðventusöngurinn hér fyrir neðan er stundum sunginn þegar kveikt er á kertunum.


Aðventusöngur


Við kveikjum einu kerti á
hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu
og Jesúbarnið er.


Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottinn sjáflur soninn þá
mun senda í líking manns.


Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesú sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.


Við kveikjum fjórum kertum á
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa sjá
hann er frelsarinn


Höfundur texta: Lilja S. Kristjánsdóttir






© Gígja Svavarsdóttir 29.11.2005