1. Til foreldra

Heimasíður í Íslenskuskólanum

Athugið auðvelt er setja upp heimasíður fyrir börnin í Íslenskuskólanum. Ættingjar og vinir um allan heim hafa örugglega gaman af því skoða síðurnar.








Nýtum samskiptatæknina

Samskipti á íslensku við ættingja og vini geta verið styrkjandi þáttur fyrir sjálfsmyndina og tungumálið. Eins er t.d. öll miðlun (m.a. á heimasíðum) hvati frekari samskiptum.

Við bendum sérstaklega á það er upplagt nota samskiptalausnir eins og:
  • Netsímann Skype
    geta líka fleiri en tveir spjallað saman í einu símafundi).

  • Samskiptaforritið MSN
    Í nýjum útgáfum af MSN er t.d. hægt teikna og senda fyndnar hreyfimyndir.

  • Tölvupóst
    Sniðugt getur verið senda (t.d. skannaðar myndir, eða skjöl sem börnin hafa unnið í öðrum forritum) sem viðhengi.

  • Heimasíður
    T.d. síður nemenda í Íslenskuskólanum.
Tilvalið er hvetja börnin til vera sem virkust í samskiptunum. Þau geta til dæmis skoðað stafina á lyklaborðinu og lært í leiðinni skrifa nafnið sitt á skjáinn.


Tækninni fleygir sífellt fram og bloggsíður með texta, hljóð og myndum (sem t.d. er sent úr GSM-símum) verða líka algengari.

Vefir þar sem hljóð er tekið upp fyrir framan skjáinn gætu líka verið skemmtileg leið fyrir fjölskyldur til heyra hver í annarri.



Ömmur, afar og ættingjar á Íslandi gætu til dæmis sent kveðjur á afmælum, sagt brandara og lesið stuttar sögur í gegnum svona "hljóðþræði". Ef vefirnir eru notaðir yfir lengri tíma getur vafalítið verið fróðlegt fylgjast með máltöku og þroska barnanna.