Rauðhöfði

Af hverju heitir Hvalfjörður þessu nafni, af hverju heitir fossinn í botni Hvalfjarðar Glymur og af hverju er Hvalvatn og hvalbein þar hjá en samt langt frá sjó

Öllum þessum spurningum er svarað í einni þjóðsögu!
Góða skemmtun.

Rauð höfði
Einu sinni fóru nokkrir menn af Suðurnesjum út í Geirfuglasker til fanga geirfugl. Þegar halda skyldi til lands, vantaði einn manninn og fannst hann ekki. Fóru þá hinir án hans til síns heima og var maðurinn talinn af. En ári seinna fóru sömu menn aftur í skerið og fundu þá manninn heilan á húfi. Kom á daginn álfar höfðu hyllt hann og haldið honum hjá sér og gert vel við hann. Hann undi samt ekki hjá álfunum og fór í land með mönnunum. En þá var svo komið álfkona ein gekk með barni hans og lét hún hann lofa því láta skíra barnið, ef hún kæmi með það til kirkju þar sem hann var staddur.

Nokkru síðar var maður þessi við messu í Hvalneskirkju. Þá stóð vagga úti fyrir kirkjudyrum og í henni ungbarn ásamt bréfmiða sem á var skrifað skýrum stöfum: sem er faðir barni þessu mun sjá um það verði skírt Menn undruðust og prest grunaði maðurinn sem var heilt ár í Geirfuglaskeri væri líklegur faðir því. Gekk hann mjög á manninn um gangast við barninu, en hann harðneitaði hann ætti það. Í sömu svipan stóð hjá þeim kona ein, mikil og sköruleg. Hún vék sér manninum og sagði: "Það mæli ég um og legg ég á þú verðir hinu versta illhveli í sjó og grandir mörgum skipum". Því næst greip hún vögguna með barninu og hvarf svo enginn vissi meira um hana. En menn gátu sér til þar mundi hafa verið álfkonan úr Geirfuglaskeri, þar sem maðurinn dvaldist.

En eftir þetta varð maðurinn óður og tók á rás. Hljóp hann til sjávar og fram af bergi því er Hólmsberg heitir og er á milli Keflavíkur og Leiru. Breyttist hann þegar í hið versta illhveli og var kallaður Rauðhöfði, af því hann var með rauða hettu á höfði þegar hann steypti sér í sjóinn. Reyndist hvalur þessi illur mjög og áleitinn og sagt var hann hefði sökkt 19 skipum milli Seltjarnarness og Akraness, áður en yfir lyki. Því áttu margir mjög um sárt binda af hans völdum.

Er tímar liðu, tók hann halda sig á firðinum á milli Kjalarness og Akraness og var þessi fjörður því nefndur Hvalfjörður.

Á þessum tíma var prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sem bæði var orðinn gamall og blindur. Hann átti tvo syni og eina dóttur sem öll voru upp komin og hin mannvænlegustu. Prestur var forn í skapi og vissi jafnlangt nefi sínu. Synir hans réru oft út á fjörð til fiskjar. Einu sinni urðu þeir fyrir Rauðhöfða og drekkti hann þeim báðum. Féll presti þungt sonarmissirinn.

Einn góðan veðurdag nokkru síðar biður prestur dóttur sína leiða sig niður firði sem ekki var löng leið frá bænum Saurbæ. Tekur hann sér staf í hönd og staulast með hjálp dóttur sinnar niður í fjöru. Þar stingur hann stafnum út í flæðarmálið og styðst fram á hann. Spyr hann svo dóttur sína hvernig sjórinn líti út, en hún segir hann spegilfagran og sléttan. Litlu seinna spyr prestur svo dóttur sína aftur hvernig sjórinn líti út. Þá segir stúlkan utan fjörðinn sjái hún koma kolsvarta rák, líkt og stórfiskavaða ösli inn fjörðinn. Og þegar hún segir rák þessa nærri komna á móts við þau, biður prestur hana leiða sig inn með fjörunni og gerir hún það. Var röstin jafnan á móts við þau og gekk svo uns komið var inn í fjarðarbotn. En þegar grynnra varð, stúlkan röstin stóð af ákaflega stórum hval sem synti beint inn eftir firðinum eins og hann væri rekinn eða teymdur.

Þegar fjörðinn þraut og þar kom sem Botnsá fellur í hann, bað klerkur dóttur sína leiða sig upp vestanverðu. Hún gerði það og staulaðist karlinn upp fjallshlíðina, en hvalurinn öslaði til móts við þau upp ána og var það þó örðugt mjög sökum vatnsleysis, því skepnan var stór. En þegar hann kom í gljúfrið sem áin fellur eftir fram af Botnsheiði, þá urðu þrengslin svo mikil allt skalf við þegar stórhvelið ruddist áfram. Loks er hann fór upp fossinn hristist jörðin umhverfis eins og í mesta jarðskjálfta og glumdi síðan mjög í berginu.

Af því dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæðirnar fyrir ofan fossinn heita Skjálfandahæðir.
En prestur hélt ótrauður áfram og hætti ekki fyrr en hann kom hvalnum upp í vatn það sem Botnsá fellur úr og síðan er kallað Hvalvatn. Fell eitt er hjá vatninu og dregur það einnig nafn af atburði þessum og heitir Hvalfell. Þegar Rauðhöfði kom í vatn, sprakk hann af áreynslunni við komast þangað upp. Síðan hefur ekki orðið vart við hann, en fundist hafa hvalbein mjög stórkostleg við vatnið og þykir það vera sögu þessari til sannindamerkis. En þegar prestur var búinn koma hvalnum fyrir í vatninu, staulaðist hann heim aftur með dóttur sína og þökkuðu honum allir fyrir viðvikið.

Heimild:Þjóðsögur á netinu

VERKEFNI
Búið til 5 spurningar úr þjóðsögunni.
Þegar þið eruð öll/flest búin gera spurningarnar verða þær efni í taltíma hjá ykkur.
Látið reyna á hugarflugið svo spurningarnar verði ekki allar eins.


RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© Gígja Svavarsdóttir 4.11.2008