Notandanafn:   Aðgangsorð:               

4. Myndsköpun

Goggur

Goggur er einfalt og sniðugt föndur með margþætt gildi. Þessi myndbandsbútur sýnir hvernig goggurinn er útbúinn.Smelltu til skoða.


Svona er goggurinn svo notaður:
  1. Barnið velur lit (af ferhyrndum flipa).
  2. Foreldri stafar heiti litsins og opnar gogginn um leið og hver stafur er nefndur (t.d: G-U-L-U-R).
  3. Barnið velur tölustaf og foreldri opnar goggin um leið og talið er (t.d: 1-2-3).
  4. Barnið velur aftur tölustaf og foreldri segir orð eða sýnir mynd sem er undir viðkomandi tölustaf. Oft er textanum "Þú ert" bætt fyrir framan orðið sem kemur í ljós (t.d. "Þú ert FRÁBÆR").Grímur

Hér eru 3 einfaldar grímur sem hægt er klippa út, hefta við teygju eða festa á prik. Formin geta einnig verið grunnur öðrum grímum.Þegar grímurnar hafa verið settar upp er upplagt bregða sér saman í skemmtilegan hlutverkaleik.


Leikur formum

Í þessu verkefni er litað, klippt og límt.
Gott er nefna hugtök eins og hringur, þríhyrningur, ferhyrningur, lítill og stór þegar verkefnið er unnið.

Jafnframt er sniðugt spyrja barnið spurninga eins og:

  • Hver er þetta?
  • Hvað er hann gamall/hún gömul?
  • Hvað finnst honum/henni gott borða?
  • Á hann/hún uppáhalds leikfang?
  • O.s.frv.
Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 29.10.2006