Ljóð vikunnar

Ljóð vikunnar í Íslenskuskólanum eru bæði eftir Þórarinn Eldjárn og tengjast degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur 16. nóvember ár hvert.


Íslenska, takk ist1_Flag_of_Iceland_253290

(Lag: Snert hörpu mina eftir Atla Heimi Sveinsson)

Á íslensku alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú.

Ljóð: Þórarinn Eldjárn


Íslenska stafrófið

A Á B D, Ð E É
F G H I, Í J K.
L M N O, Ó og P
eiga þar standa hjá.

R S T U, Ú V næst
X Y Ý, svo Þ Æ Ö.
Íslenskt stafróf er hér læst
í erindi þessi skrítin tvö.

Ljóð: Þórarinn Eldjárn
Franskt þjóðlag


Fróðlegir tenglar:






© Gígja Svavarsdóttir 15.11.2004