Hjartað

Hjartað þitt er dælan í líkamanum og er staðsett vinstra megin í brjóstkassanum. Hlutverk þess er dæla blóði með súrefni og næringarefnum um líkamann.

hjartaHjartað skiptist í fjóra hluta, hægri gátt, hægra hvolf, vinstri gátt og vinstra hvolf. Þegar blóð kemur inn í vinstri hlutann (1+2) er það súrefnisríkt og þaðan er því dælt um líkamann. Þegar blóðið kemur til baka inn í hægri hlutann (3+4), hefur súrefnið í því minnkað og koltvísýringur er kominn í staðinn. Hægri hlutinn dælir því blóðinu til lungnanna þar sem koltvísýringnum er skilað út og súrefni er tekið inn í staðinn. Á milli gátta og hólfa eru lokur. Þegar hvolfin dragast saman skella lokurnar aftur svo blóðið renni ekki í vitlausa átt, þá heyrist lágt hljóð sem við getum heyrt, (hjartsláttur).

Hjartað í þér er á stærð við hnefann og það getur dælt um það bil 5 lítrum af blóði á mínútu þegar þú ert í hvíld, til dæmis þegar þú situr við tölvuna eða ert horfa á sjónvarpið. Þegar þú hreyfir þig eykst súrefnisþörf líkamans og þá slær hjartað hraðar til dæla blóðinu hraðar.

Í líkamanum eru þrenns konar æðar; slagæðar, háræðar og bláæðar. Slagæðar flytja súrefnisríkt blóð. Ósæðin er stærst. Grennstu slagæðarnar tengjast háræðum, sem eru pínulitlar og mynda þétt net um líkamann. Veggir þeirra eru þunnir þannig blóðið lætur auðveldlega frá sér ýmis efni og tekur sama skapi önnur til sín. Þú hefur kannski tekið eftir því það er eins og sumar æðarnar í þér (til dæmis við úlnliðinn) séu bláleitar. Þetta er skrýtið þar sem allir vita blóð er rautt. Ástæðan fyrir þessu er þessar æðar eru bláæðar sem dæla blóði til baka til hjartans og blóðið í þeim inniheldur koltvísýring, en þá verður blóðið bláleitara en þegar það er súrefnisríkt.

Hjartað er vöðvi. Það þýðir það styrkist við notkun. Sterkt hjarta getur dælt meira blóði og af meiri krafti.

Meiri fróðleikur

Vísindavefurinn: Hvernig flyst koltvísýringur með blóði til öndunarfæranna?

Skrifaðu eftirfarandi orð í réttar eyður:


hjartað
blóðrásina

lungnanna
helming

æðarnar
gátt

hvolf
brjóstholinu

slái

lokur



      og
      mynda
   saman    .
  Hjartað er í    á
  milli    .
  Hjartað skiptist í vinstri og hægri    .
  Í hvorum helmingi eru tvö hólf    
  og    .
  Á milli gátta og hvolfa eru    .
  Við segjum að hjartað     þegar það dregst saman og þenst út.


















© Árni H. Björgvinsson 19.3.2006