Rigning í Osló, 21. hluti


Og áfram heldur sagan!

Dag einn kom pabbi Jóhanns óvænt heim
og annar Norðmaður með honum.
Jóhann ætlaði varla
þekkja pabba sinn aftur.
Hann var svo alvarlegur á svipinn
og ólíkur sjálfum sér.
- Jóhann, sagði faðir hans.
- Þessi maður vill tala
við þig um dálítið sem gerðist
í Osló rétt áður en við flúðum.
Það er mjög mikilvægt
þú hugsir þig vel um
og segir honum satt og rétt frá.
Ókunni maðurinn settist á stól
Hann var með blá, stingandi augu
Munnurinn var eins og strik.
Hárið dökkt og hann greiddi það aftur.
- Getur einhver hafa heyrt
þegar þú talaðir við Ólsen,
kennarann þinn?

VERKEFNI
Skoðið bláu orðin í textanum.
Þau eru öll nafnorð.
Athugið nafnorð eru samnöfn eða sérnöfn.
Samnöfn eru samheiti, eins og pabbi, það eru margir
pabbar til.
Sérnöfn eru skrifuð með stórum staf og þá er
um eitthvað eða einhvern ákveðinn ræða.

Skrifið orðin hér í línu niður og núna greinið þið orðin.

Fyrst skrifið þið:
kyn - er orðið karlkyn (kk.) kvenkyn (kvk.) eða hvorugkyn (hk.)
Sem sagt er það hann, hún eða það
eða þeir, þær eða þau.

Því næst hvort orðið er í eintölu (et.) eða fleirtölu (ft.)
Sem sagt - einn eða fleiri.

Svo skrifið þið í hvaða falli orðið er;
nefnifall (nf.) þolfall (þf.) þágufall (þgf.) eða eignarfall (ef.)

Síðast hvort það er með greini (m.gr.) eða án greinis (á.gr.)

Dæmi:
pabbi: samnafn, kk. - et. -
nf. - á.gr.


RadEditor - HTML WYSIWYG Editor. MS Word-like content editing experience thanks to a rich set of formatting tools, dropdowns, dialogs, system modules and built-in spell-check.
RadEditor's components - toolbar, content area, modes and modules
   
Toolbar's wrapper  
Content area wrapper
RadEditor's bottom area: Design, Html and Preview modes, Statistics module and resize handle.
It contains RadEditor's Modes/views (HTML, Design and Preview), Statistics and Resizer
Editor Mode buttonsStatistics moduleEditor resizer
 
 
RadEditor's Modules - special tools used to provide extra information such as Tag Inspector, Real Time HTML Viewer, Tag Properties and other.
   

 





© Gígja Svavarsdóttir 29.6.2007