Piparkökur

Piparkökur


Hráefni:

500 g
hveiti
250 g
smjörlíki
250 g
sykur
2
egg
1 tsk
hjartarsalt
1 msk
kakó
1 tsk
negull
1 tsk
pipar
2 msk
sýróp
1 tsk
kanill

Aðferð:

  • Hrærið öllu saman og hnoðið þar til deigið er mjúkt.
  • Gott er geyma deigið í nokkra klukkutíma í kæliskáp.
  • Setjið hveiti á borðið og rúllið út deigið með kökukefli.
  • Skerið út eða búið til myndir í deigið og raðið á smurða bökunarplötu.
  • Bakaðu í miðjum ofni við 180-190°C í um 10 mínútur.

Hér eru einnig fjölmargar aðrar útgáfur af piparkökuuppskriftum.


Piparkökubakaravísur

Þetta lag er upplagt syngja á meðan piparkökurnar eru bakaðar.

Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaður tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló margarín.

Bræðir yfir eldi smjörið
er það næsta sem hann gjörir
er hræra kíló sykurs
saman við það, heillin mín.

Þegar öllu þessu er lokið
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og í potti vel.
Síðan á setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá hnoða deigið
og breiða það svo út á fjöl.


Úr leikritinu Dýrin í Hálsaskógi
eftir Thorbjörn Egner
Þýðandi bundins máls:
Kristján frá Djúpalæk


Sendu inn uppskrift