Landnámsmenn


Lestu söguna
og svaraðu verkefninu

Landnámsmenn

Ísland var lengi ónumið land þar sem ekkert fólk átti heima. Í öðrum löndum var fólk sem vantaði gott land til búa í. Þar lærðu menn smíða víkingaskip og sigla yfir hafið. Þá fundu menn Ísland og fyrstu mennirnir settust hér að. Þeir eru kallaðir landnámsmenn.

Landnámsmenn þurftu flytja með sér húsdýr, verkfæri og allt sem þurfti til búa í nýju landi.

Flestir landnámsmenn komu frá Noregi fyrir meira en þúsund árum. Íslendingar, sem lifa eru afkomendur landnámsmanna.

Fyrsti landnámsmaðurinn hét Ingólfur Arnarson. Hann kom frá Noregi með fjölskyldu sína, vinnufólk og þræla. Hann gat valið sér land hvar sem hann vildi, því enginn var kominn á undan honum. Hann kaus byggja bæinn sinn þar sem Reykjavík er núna.

Á dögum Ingólfs var Reykjavík bara einn sveitabær. Allt umhverfið var þakið gróðri, grasi og skógi. Á Íslandi voru þá stórir birkiskógar, og víða var grænn gróður þar sem er grjót og sandur.

 


Í Reykjavík er stytta af Ingólfi Arnarsyni
fyrsta landnámsmanninum.

 

 


Þar sem dáið fólk var grafið finnast stundum
mannabein og fornminjar.


Til Íslands komu stórar fjölskyldur sem byggðu sér bæi.

Verkefni

 

1.  Á hverju sigldu menn yfir hafið?

Á húðkeipum
Á flekum
Á víkingaskipum
Á vélbátum


2  Hvað kallast fyrstu mennirnir sem settust á Íslandi?

Innflytjendur
Nýbúar
Landnámsmenn
Útlendingar


3.  Hvaðan komu flestir landnámsmennirnir?

Frá Noregi
Frá Grænlandi
Frá Færeyjum
Frá Orkneyjum


4.  Hvað hét fyrsti landnámsmaðurinn?

Snorri Sturluson
Auður djúpúðga
Ingólfur Arnarson
Hrafna-Flóki


5  Hvar byggði fyrsti landnámsmaðurinn sér bæ?

Í Keflavík
Á Akureyri
Á Ísafirði
Í Reykjavík


6.  Voru stórir birkiskógar á Íslandi á landnámstímanum?


Nei
Það er ekki vitað