Meltingarvegurinn

Þú þarft melta það sem þú borðar til líkaminn geti unnið orku úr matnum.

Meltingarvegurinn samanstendur af mörgum líffærum sem umbreyta fæðunni í orku fyrir frumur líkamans. Við meltinguna er maturinn brotinn niður í smærri og smærri einingar þangað til líkaminn getur sogað næringarefnin úr þeim inn í blóðrásina. Þaðan berast næringarefnin til allra fruma líkamans með blóðinu.

Meltingin byrjar strax í munninum þegar við tyggjum matinn og munnvatn blandast við hann. Munnvatnið verður til í munnvatnskirtlum.

Bæði matur og öndunarloft fara í gegnum kokið. Kokið greinist í vélinda sem tekur við matnum og barka sem er leið loftsins. Sem betur fer er loka efst í barkanum sem lokast þegar við kyngjum því annars gæti maturinn hrokkið ofan í barkann.

Í maganum blandast magasýrur saman við matinn, en þær leysa hann upp í þunnan graut ásamt því drepa bakteríur sem kunna vera í honum. Vöðvarnir í maganum þrýsta matnum niður í skeifugörn sem er efsti hluti smáþarmanna. Um það bil 4 stundum eftir máltíð er maginn aftur tómur.

Í skeifugörninni blandast maturinn galli frá lifrinni og brissafa frá briskirtli. Gallið hjálpar brjóta niður fitu svo hún nái frásogast gegnum æðanet meltingarvegarins.

Lifrin er merkilegt líffæri. Hún getur breytt einu næringarefni í annað til dæmis getur hún breytt kolvetni í fitu. Lifrin hjálpar okkur líka sundra skaðlegum efnum og gera þau óskaðleg.

Úr skeifugörn flyst maturinn niður í smáþarmana. Í veggjum þeirra eru vöðvar sem dragast saman og slakna til skiptis. Flest næringarefnin(um 90 %) fara út í blóðrásina úr smáþörmunum. Maturinn blandast vel gallinu og brissafanum og myndar velling á ferð um langa ganga smáþarmanna en þeir eru um 9 metra langir í fullorðnum manni. Í veggjum smáþarmanna eru ótal smáæðar sem taka til sín næringarefni úr fæðunni og flytja um líkamann svo frumurnar fái sína orku. Úr smáþörmunum berst það sem eftir er af fæðunni niður í ristil.

Ristillinn er gildari en smáþarmarnir og um einn metri á lengd. Hann dregur vatn úr fæðunni þannig vellingurinn þykknar og verður lokum kúk. Kúkurinn eru matarleifar sem líkaminn nýtir sér ekki. Úr ristlinum fer kúkurinn í endaþarminn.

Það er nokkuð breytilegt hvað það tekur langan tíma melta matinn, bæði eftir því hvað borðað er og líka eftir einstaklingum. Algengur tími er nokkrar klukkustundir til sólarhringur. Það getur þó tekið lengri tíma melta dökkt kjöt og trefjaríkan mat (allt nokkra sólarhringa). Því hefur reyndar verið haldið fram það taki allt 5 daga melta franskar kartöflur, en rökin fyrir þessari staðhæfingu eru þó óljós.


Hvert sogast næringarefnin við meltinguna? 





Spurning 1 af 5.

 5  




© Árni H. Björgvinsson 25.3.2006