Stúfur
|
|
 | Hlustið Stúfur |  | Einu sinni voru tvíburar. Þeir voru ekki jafnstórir. Einn var stór, en hinn lítill. |  | Sá stærri hét Stóri Pétur. Hann var svona stór, af því að hann var svo duglegur að borða HAFRAGRAUT |  | Sá minni var kallaður Stúfur. Hann var svona lítill, af því að hann vildi aldrei borða grautinn sinn. |  | Dag nokkurn fann Stóri Pétur upp á góðum leik. Hann og Stúfur fóru að vega salt. |  | En Stúfur var lítill og léttur. Og þegar Stóri Pétur settist á "saltið", hentist Stúfur í háa loft. |  | Stúfur sveif hátt upp í loftið. Hann fór svo hratt, að hann fékk hellu fyrir eyrun. |  | Hann barst hærra og hærra, og hraðinn varð meiri og meiri. |  | Ha, ha, hæ! Stóri-Pétur skellihló. Hann þóttist maður að meiri að hafa sent Stúf í þessa ævintýra för. |  | Stúfur þaut um loftið allan daginn. Og þegar leið að kvöldi, var hann kominn í nánd við mánann. |  | En þegar Stúfur fór fram hjá Karlinum í tunglinu, náði hann í hökuna á honum. Og þar hélt hann sér dauða-haldi. |  | Svo klifraði Stúfur upp á hökuna á Karlinum í tunglinu. Og Karlinn í tunglinu varð bæði hræddur og forvitinn. |  | "Hver ert þú, strákur litli?" spurði Karlinn í tunglinu. "Ég er Stúfur, sem aldrei borðar graut, af því að hann er versti matur í heimi", sagði Stúfur. |  | Karlinn í tunglinu hló. Honum fannst Stúfur vera lítill, skrítinn snáði. Svo röbbuðu þeir saman alla nóttina og gerðu að gamni sínu. |  | En þegar dagur rann fór Karlinn í tunglinu að syfja. Og hann geispaði stórum: "A-HA-A!" |  | Karlinn í tunglinu dró ýsur og laut höfði. En þá fór nú að kárna gamanið. Stúfur gat varla haldið sér lengur. Hann var að missa takið. |  | Stúfur gafst upp. Hann sleppti takinu og lét sig detta til jarðar. Hann hrapaði með ógnar-hraða. |  | Það varð honum til lífs, að hann kom niður á dúnmjúkt ský. |  | En skýið var á leið til jarðar. Það færðist neðar og nær jörð. Og svo bar það rétt yfir húsþak. |  | Skýið gat ekki haldið Stúf lengur uppi. Og hann féll til jarðar. |  | Hann datt á höfuðið ofan í svartan stromp og lenti beint ofan í grautarpott, sem stóð yfir eldi. |  | Það slettist grautur á föt Stúfs. Og dálítið hafði farið upp í hann. Þá sleikti Stúfur út um og sagði: "Þetta er, svei mér, góður grautur". |  | Konan sagði, að hann mætti eta allan grautinn úr pottinum. Og það gerði Stúfur bæði fljótt og fallega. |  | Og konan í húsinu tók sig til og eldaði meiri graut. |  | Og Stúfur át grautinn upp, því að hann var svo svangur, og grauturinn góður. Stúfur tók að hækka og gildna. |  | Og hann varð STÓR og STERKUR. |  | Stúfur þakkaði konunni fyrir grautinn góða. |  | Svo lagði hann af stað heim. |  | Hann gekk upp há fjöll. |  | Og renndi sér niður brattar brekkur. |  | Og loksins komst hann heim, heim til mömmu og pabba. |  | En Stóri Pétur var hræddur. Hann tók á rás og faldi sig. Því að nú var Stúfur orðinn miklu stærri en Stóri Pétur. | |