Íslensk danstónlist

D ans tónlist


Alveg frá því við erum pínulítil
finnst okkur gaman hreyfa okkur við tónlist.



Vinsælasta tónlistin til dansa eftir fer bæði eftir smekk okkar og líka tíðarandanum, s.s. á hvaða tímum við lifum og því úrvali af tónlist sem er á þeim tíma. Dansarnir breytast líka, en mismunandi hreyfingar eru við hverja tegund tónlistar og oft fylgja ákveðnar danshreyfingar eða jafnvel dansar hverri tegund af tónlist eða ákveðnum rythma. Útlit, svo sem hárgreiðsla og klæðnaður helst líka oft í hendur við það hvernig tónlist við hlustum á.


Kristján VI
konungur


Listasafn Íslands
fyrrum dansstaðurinn
Glaumbær

Á Íslandi var einu sinni bannað syngja og dansa! Það var í kringum 1700. Það náði hámarki þegar Kristján VI Danakonungur ríkti yfir Íslandi en hann var ákaflega strangur og trúaður, sumir segja þunglyndur líka.

En ef við lítum aðeins til baka á 20. öld (frá 1900) þá dansaði fólk vissulega mikið.
Afi ykkar og amma hafa líklega farið á réttarböll, en það voru böll eftir búið var smala kindunum af fjalli. Þau eru vissulega enn, en einnig eru svokölluð sveitaböll sem hafa verið mjög vinsæl í gegnum tíðina. Þorrablót eru líka mikil matar- dans- og söngskemmtun enn þann dag í dag.

Í Reykjavík var aðal dansstaðurinn í lengri tíma Glaumbær, en þar stendur núna Listasafn Íslands (er við Tjörnina). Þá komu alls konar skemmtistaðir og þeir breyttust eftir tíðarandanum, og á diskótímanum kom diskókúlan og útfjólubláa ljósið þar sem öll hvít föt verða skínandi.

Kíkið á verkefnin hér fyrir neðan og skoðið brot af íslenskri dans- og tónlistarsögu.



......Fyrsti hluti ..........Annar hluti .............Þriðji hluti ............Fjórði hluti





© Gígja Svavarsdóttir 3.11.2006