Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Tónlist - lög vikunnar

Í leikskóla
Höfuð herðar hné og tær
Gulur, rauður, grænn og blár
Stafrófsvísan

Í leikskóla

Í leikskóla er gaman

þar leika allir saman

leika úti og inni

og allir eru með

Hnoða leir og lita

þið ættuð bara vita

hvað allir eru duglegir

í leikskólanum hér.

Höfuð herðar hné og tær  (seinni hlutinn er ekkert möst)

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Augu, eyru, munnur og nef.

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls.

Hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls.

Bringa, magi, bak og rass.

Hnakki, kinnar, haka, háls, haka, háls.

Gulur, rauður, grænn og blár

Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár

Brúnn, bleikur banani

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár

Stafrófsvísa

A, b, c, d, e, f, g;

eftir kemur h, i, j, k,

l, m, n, o, einnig p,

ætla ég q þar standi hjá.

R, s, t, u, v eru þar næst,

x, y, z, þ, æ, ö.

Allt stafrófið er svo læst

í erindi þessi lítil tvö.

(Gunnar Pálsson í Hjarðarholti)

Íslensk stafrófsvísa

A, á, b, d, ð, e, é,

f, g, h, i, í, j, k.

L, m, n, o, ó og p

eiga þar standa hjá.

R, s, t, u, ú, v næst,

x, y, ý, svo þ, æ, ö.

Íslenskt stafróf er hér læst

í erindi þessi skrítin tvö.

(Þórarinn Eldjárn)
Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 19.10.2006