Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Þjóðarblómið

Dæmi um verkefni sem mjög margir svöruðu!  Kannski birta það sem skemmtun fyrir þau sem lesa - því svörin eru ekki per se mjög áhugaverð :) 

Þjóðarblómið okkar

Holtasóley


mynd: www.natkop.is

Holtasóley (Dryas octopetala)

Holtasóley er af rósaætt Blómstönglarnir eru 3-10 cm á lengd og blómin eru stór með hvítum krónublöðum.  Frævurnar eru margar og frævlarnir eru gulir og mynda þétta þyrpingu í miðju blómsins.  Holtasóley blómgast í maí og júní og myndar þá víða fagrar sóleyjabreiður á holtum, melum, í hraunum og á þurru mólendi.
(mynd: Hvar finnst holtasóley á landinu? www.floraislands.is )

Þegar aldinið þroskast, myndast langur snúinn, hærður skúfur upp úr því og er holtaslóley þá stundum líka kölluð hármey eða hárbrúða.


Blöð holtaslóleyjar liggja við jörðina og kallast jarðlæg. Þau eru tennt, sterkgræn og gljáandi og nefnast rjúpnalauf Þau eru ein aðalfæða rjúpunnar og draga nafn sitt af því. Í gamla daga drýgðu menn gjarnan reyktóbak sitt með rjúpnalaufi.  Það var líka notað til litunar og fengust þá gulir og brúnir litir.

Í bókum um íslenskar lækningajurtir segir um Holtasóley:

Nýttir hlutar Öll jurtin rótinni undanskilinni.

Virk efni Barkasýrur, kísilsýra og ýmis steinefni.

Áhrif Barkandi, styrkjandi og lítið eitt örvandi fyrir meltinguna.

Notkun Holtasóley nota við særindum í maga og öðrum hlutum meltingarvegar, einkum þó ef um er ræða blæðingar.  Holtasóley er góð í skol við bólgum og sárindum í tannholdi, munni og hálsi. Holtasóley er talin styrkja veilt hjarta.

VERK EFNI

  1. Skoðaðu myndina af holtasóleynni.
    Hvað eru mörg krónublöð á blómi hennar?

  2. Af hverju ætli holtasóley dragi nafn sitt?

  3. Manst þú eftir fleiri blómum sem bera svipað nafn?

  4. Hvar finnum við holtasóley?

  5. Hvers vegna heita laufblöð holtasóleyjarinnar rjúpnalauf?

  6. Rjúpnalauf eru jarðlæg. Hvað er átt við með því?

  7. Nefndu dæmi um lækningamátt holtasóleyjarinnar.
Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Gígja Svavarsdóttir 9.5.2006