Lesskilningur

Allir sem hafa farið í útilegu vita að það er best að tjalda á sléttu túni. Prinsessan hleypur um móa og mela þar til hún finnur heppilegan stað. Forsetinn rúllar út tjaldinu og saman koma þau tjaldsúlunum fyrir.

Annað sem flestir ferðalangar vita er það er gott að taka með sér tjaldhæla. Þeir hjálpa nefnilega til við að halda tjaldinu á sínum stað. En forsetinn hefur gleymt að taka þá með. ,,Þetta er ömurlegt," segir prinsessan og sest á þúfu.

,,Nei, nei, það hlýtur að vera eitthvað hér sem getur haldið tjaldinu föstu," segir forsetinn. Hann rótar í bakpokanum og finnur loks fyrir einhverju hörðu. Í einu horni pokans eru átta gamlar og grjótharðar kleinur. Prinsessan fylgist forvitin með forsetanum stinga þeim í gegnum lykkjurnar á tjaldinu og ofan í jörðina. ,,Þetta eru engar venjulegar kleinur sem hún Halldóra bakar," segir forsetinn, potar sér úr skónum og skríður inn í tjaldið. Prinsessan gerir eins og hann. Síðan breiða þau úr svefnpokunum, fara úr lopapeysunum og renna sér ofan í pokana.

,,Ég er svöng," segir prinsessan. Hún smokrar kransakökuhringnum af handleggnum á sér og lítu
r spyrjandi á forsetann. ,,Borðaðu hann bara," segir hann. ,,Það er stutt þangað til við komum í Vatnadalinn og hittum Halldóru. Það verður nóg eftir fyrir veisluna".

Sjálfur brýtur forsetinn sér hring af helmingnum þar sem styttan af brúðhjónunum trónir. þetta er kannski ekki hollasti kvöldverður í heimi en örugglega sá besti. Þegar forsetinn og prinsessan eru orðin södd bjóða þau góða nótt og leggjast til svefns.



Úr bókinni: Prinsessan á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju.


Hvað vita flestir sem hafa farið í útilegu?
Merktu við tvo rétta svarmöguleika.

 


Spurning 1 af 7.

 10  




© Edda Rún Gunnarsdóttir 12.3.2012