Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Bláa kannan

Bláa kannan

Hlustið og lesið með

Hér sjáið þið litlu, bláu könnuna.
Hún stendur uppi á hillu.
Henni leiddist og langaði niður.
Litla, bláa kannan sagði við
litla, gamla manninn:
"Ég er lítil, blá kanna og mér leiðist svo
mikið hérna uppi á hillunni.
Viltu vera svo góður taka mig
niður, því annars hoppa ég
sjálf niður á gólf?"
"Nei," sagði litli, gamli maðurinn.
"Ég vil ekki hjálpa þér niður,
litla, bláa kanna."
Litla, bláa kannan sagði við
litlu, gömlu konuna:
"Ég er lítil, blá kanna og mér leiðist
hérna uppi á hillunni.
Viltu vera svo góð hjálpa mér
niður, því annars hoppa ég
sjálf niður á gólf?"
"Nei," sagði litla, gamla konan.
"Ég vil ekki hjálpa þér niður,
litla, bláa kanna."
Litla, bláa kannan sagði við
litla drenginn:
"Ég er lítil, blá kanna og mér leiðist
hérna uppi á hillunni.
Viltu vera svo góður hjálpa mér
niður, því annars hoppa ég
sjálf niður á gólf?"
"Nei", sagði litli drengurinn.
"Ég vil ekki hjálpa þér niður,
litla, bláa kanna."
Litla, bláa kannan sagði við
litlu stúlkuna:
"Ég er lítil, blá kanna og mér leiðist
hérna uppi á hillunni.
Viltu vera svo góð hjálpa mér
niður, því annars hoppa ég
sjálf niður á gólf?"
"Nei", sagði litla stúlkan.
"Ég vil ekki hjálpa þér niður,
litla, bláa kanna."
Litla, bláa kannan sagði við
litla, svarta köttinn:
"Ég er lítil, blá kanna og mér leiðist
hérna uppi á hillunni.
Viltu vera svo góður hjálpa mér
niður, því annars hoppa ég
sjálf niður á gólf?"
"Mjá, mjá," sagði litli svarti
kötturinn.
"Ég skal hjálpa þér niður,
litla, bláa kanna."
Og litli svarti kötturinn
stökk upp á hilluna og ýtti
könnunni niður.
Svo litla, bláa kannan féll
niður á gólf.
Hún brotnaði í þúsund
mola.
Og þar með endar sagan
af litlu bláu könnunni.Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Gígja Svavarsdóttir 3.4.2005