Lestur, leikir og skemmtun - foreldrabréf 1.vika

Ágætu foreldrar!

Velkomin á námskeið með börnunum ykkar!
Núna í byrjun er reiknað með þið vinnið námsáætlun með börnunum ykkar. (Námsáætlunin er hér fyrir ofan foreldrabréf á forsíðu lotunnar). Með því móti eru þau ábyrg fyrir námsframvindunni og við verðlaunum þau með mörgum aukastjörnum ef þau standa við sína námsáætlun.
Efni í hverri lotu er yfirleitt passlegt vinna á einni viku - en gott væri fara yfir dagatalið og athuga hvort börnin ykkar fara í frí á námstímanum og þá væri hugsanlega gott reikna með því svo verkefnin hrannist ekki upp hjá þeim.
Það skiptir miklu máli vinna jafnt og þétt, og skilar meiri árangri heldur en vinna í skorpum.

Námsefnið

Lestur
Verkefnin á námskeiðinu verða af ýmstu tagi og fjölbreytt viðfangsefni til þjálfa upp margbreytilegan orðaforða. Megináherslan verður á lestrarkennslu og þjálfun og ýmsar leiðir farnar í því. Þau stuðning við lestur með því geta hlustað og lesið, þau gera léttar innfyllingaræfingar og er reynt hafa efnið töluvert leikjatengt.
Við mælum með Orðakistum Krillu og Stafaleikjum Búa fyrir börn sem eru ekki orðin vel læs - þau eru bæði skemmtilegt og vandað efni til byggja upp lestrarfærni.
Ritun
Ekki er gerð mikil krafa um ritun hjá nemendum, en verkefni merkt skrifa verða fastur þáttur í náminu. Tilgangurinn með þeim er margþættur. Mest verður byggt á myndum sem tengjast nánu umhverfi barna eða Íslandi og því tilvalið ræða um þær og vinna þannig með orðaforðann sem tengist þeim. Það er gott fyrir krakka byrja skrifa eitt og eitt orð.
En það er um gera hjálpa þeim við skrifa - þau fylgjast oftast með því sem er skrifað fyrir þau, það er hægt stafa í leiðinni eða þau geta æft sig í segja a.m.k. fyrsta stafinn í orðinu o.s.frv. Ef þau hafa ekki heiti á íslensku yfir hluti er hægt mæta því í leiðinni. Með þessu móti tengjast umhverfi, hugsun á íslensku og lestrarþjálfun saman og mörg skilningarvit vinna saman og styðja hvert annað, tengsl sjónminnis, heyrnarminnis og tals virkjað saman í skemmtilegri samveru - og svo umbun ef eitthvað er skrifað - en þau stjörnur fyrir hvert orð sem þau senda kennara.
Valverkefni
Eitt lestrarval verður reglulega, og er það upplagt til vinna með krökkunum eða fyrir börn sem eru komin þokkalega af stað í lestri. Fyrir þá krakka sem eru ekki komin langt í lestrarnáminu er mikilvægt benda þeim á þetta valverkefni og þau þurfi ekki gera það, eða lesa með þeim og útskýra og ræða söguna. Fer bara eftir áhuga og getu barnanna.
Við bendum líka á efni sem hægt er prenta út og vinna á blaði og leiki sem hægt er fara í heima. Það er líka gott hafa verkefni á íslensku sem eru unnin utan tölvunnar.

Skipulag
Á hverjum föstudegi koma verkefni á vefinn. Börnin ykkar hafa ákveðinn tíma (viku eða meira) til vinna verkefnin. Í lok lotunnar erum við með skilablað þar sem þau merkja við unnin verkefni.

Flest verkefni gefa stig og stjörnur og í sumum tilvikum börnin líka einkunnir, en hvert verkefni er hægt vinna þar til þau hafa fengið 10.

Foreldraþátttaka
Við reiknum með mikilli þátttöku foreldra og krakkarnir vinni sem minnst ein við tölvuna, sérstaklega í byrjun. Þannig læra þau með því gera - með ykkur líka. - Sum verkefni verða svo merkt foreldrum/fjölskyldu og börnum og byggt á samvinnu þar sem skemmtun og þjálfun í íslensku fer saman.

Skóli og heimili
Þið fáið reglulega sendan foreldrapóst frá kennara og það væri mjög gott heyra frá ykkur hvernig krökkunum ykkar gengur.

Endilega hafið samband ef þið viljið ræða eitthvað við kennara.
Þið getið haft samband í pósti barnanna ykkar sem þau hafa í Íslenskuskólanum,
og þið getið líka sent á
islenskuskolinn@islenskuskolinn.is

eða á gigja@mennta.net

Með von um gott og árangursríkt samstarf

Kær kveðja
Gígja Svavarsdóttir







© Gígja Svavarsdóttir 17.2.2006