Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Áhugaverð persóna

Breki Arnarsson
26.10.2006 17:00:53
Verkefnislausn:
Herbert Winterl er maður sem lamaðist í bílslysi þegar hann var 16 ára. Hann er núna 50 ára.
Hann er monoskíðakennarinn minn og hann gerir allt sem ófatlað fólk gerir. Þess vegna finnst mér hann áhugaverður. Hérna er mynd af honum þegar hann var keppa á Evrópumeistaramóti á vatnaskíðum.
Herbert Winterl er skíðakennari á veturna og á sumrin vatnasportkennari.
Herbert Winterl er dökkhærður og notar gleraugu og hann er skemmtilegur.
Verkefnislausn:
Mamma mín.

Mamma mín heitir Elísabet, kölluð Dúdda en ég segi alltaf bara mamma.
Hún er með kinnbein, gráblá augu, freknur, langt ljóst hár, gleraugu, bogið nef, dökkar augabrún og notar ekki farða mikið.
Hún er 41 árs.
Hún vinnur við hljóðfræðirannsóknir.
Mér finnst hún vera áhugaverð af þvi hún er mamma mín og gerir oft skemmtilega hluti.
Henni líkar við dýr, jassmusik (Ray Charles), vera með fjölskyldunni og ættinni.
Hún er næstun þvi alltaf glöð en stundum reið.
Erna Oladóttir Lotsberg
28.10.2006 13:40:22
Verkefnislausn:
Mammma min er áhugarverð persóna
Hún hefur langt sitt hár, blá augu.
Hún er 37 ára.
Hún mjólkar kýr.
Hún er besta mamma í heimi.
Áhugamál múmmu er lesa, heilun, sauma.
Glöð og ánægð.
Mamma er gift með pabba og á 4 börn.
P.S.má pabbi vera með á islensku námskeiði
Heiðrún Bjarnadóttir
26.10.2006 16:40:53
Verkefnislausn:
Ég ætla skrifa um afa minn. Hann er feitur og með hvítt hár. Hann er 66 ára gamall og hættur vinna. Hann er rosalega góður við mig og heimsækir mig oft hér í Hamborg.
Hann hlær oft og er fyndinn. Hann hjálpar mér alltaf ef ég þarf.
Helgi Hermannsson
30.10.2006 15:47:37
Verkefnislausn:
Persónan sem mér finnst áhugaverð er Ron Weasley úr Harry Potter myndunum. Hann er með rautt hár og er dálítið stór. fyrstu Harry Potter bókunum þá er hann 11-12 ára. Hann vinnur ekki hann er í Hogwartsskólanum skóla galdra og seiða. Mér finnst hann áhugaverður af því hann er fyndinn og er stundum skræfa. Áhugamál hans eru fljúga á galdrakústinum sínum, læra nýja galdra og gera grín með göldrum. Hann er næst yngstur af 7 systkinum þannig hann fær eiginlega aldrei neitt nýtt bara gamalt dót frá systkinum sínum. Oftast er hann mjóg góður en stundum er hann reiður, fúll eða hræddur.
Katrín Másdóttir
23.10.2006 16:49:15
Verkefnislausn:
Eiður Smári, er með stutt ljóst hár og blá augu. Hann er með stutt nef og venjulegar hvítar tennur. Hann fæddist 1978 og er núna 28 ára. Hann er fótbolta maður og er fara spila með Barcelona. Ég kjaus hann af því hann finnst fótbolta skemmtilegur og mér finnst það líka. Eiði Smári finnst fóbolti mest skemmtilegastur.
Sjöfn Egilsdóttir
6.11.2006 18:07:42
Verkefnislausn:
Birgitta Haukdal
Birgitta Haukdal er söngkona. Hún syngur í hljómsveit sem heitir Írafár og hún syngur líka ein. Hún er 27 ára, hún er með skollitað hár og brún augu. Mér finnst hún vera alveg ágæt syngja, og ég er stundum hlusta á tónlist með henni. Hún fæddist 28 júlí 1979 á Húsavík.
Jóhanna Jensdóttir
2.11.2006 20:13:00
Verkefnislausn:
Áhugaverðar persónur:
Mér finnst amma mín og afi rosalega áhugaverðar persónur
Afi minn vinnur í Umferðarráði og er formaður Umferðarráðs. Amma mín er heimavinnandi húsmóðir.
Amma og afi eru bæði 63 ára. Amma mín heitir Þuríður Anna og afi minn heitir Óli Hörður.
Amma mín og afi eru mjög áhugaverðar persónur vegna þess þau eru: góð,skemmtileg og fyndin og amma getur t.d eiginlega alltaf passað okkur. Svona gæti ég haldið lengi áfram.
Amma hefur brúnt hár og brún augu,hún er svona 174 cm. Afi minn er með skollitað hár og grá/græn augu, hann er svona 187 cm.
Amma og afi eru bæði mjög þolinmóð og góð. Áhugamál afa er badminton og ömmu áhugamál eru hannyrðir.
Meira er ekki í bili.
Kveðja
Jóhanna Helga!!Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Gígja Svavarsdóttir 22.11.2006