2. Málrækt

Gettu hver ég er

Í bókinni er giskað er á hvert dýrið eða hluturinn er sem sagt er frá með vísbendingum. Svarið birtist þegar flett er yfir á nýja opnu.




Gettu hver ég er - l eikur með dýr

Hér er einfaldur leikur byggður á bók vikunnar.
Leikurinn reynir á hlustun og athyglisgáfu.



Smellið á myndina
og skoðið dýrin.


Dýr og hvísluleikur

Hér er bent á tvö verkefni sem annars vegar tengjast dýrum og hins vegar hvísli.
Verkefnin byggja upp orðaforða, efla framburð og sitthvað fleira.





Lagið Hani, krummi, hundur svín sem fjallað er um
í verkefninu er eitt af lögum vikunnar:



Stafurinn minn - og líka allra hinna

Aldur og þroski nemenda á leikskólanámskeiðinu er á breiðu bili og því misjafnt hveru mikla stafa og lestrarkunnáttu börnin hafa. En vafalítið þekkja mörg börn t.d. stafinn sinn, staf foreldra og eru spennt fyrir því læra fleiri.

Á þessum blöðum er unnið með stafina í íslenska stafrófinu sem eru 32 talsins.
Stafirnir skiptast í sérhljóða og samhljóða. Sérhljóðunum er svo aftur skipt upp í granna og breiða sérhljóða.