Lýsingarorð


Lýsingarorð
(lo.) lýsa nafnorðum sem þau standa með (fólki, dýrum og hlutum).

Dæmi:
Góður maður
Ung stúlka
Blár bolti

Lýsingarorðin geta verið í karlkyni, kvenkyni eða hvorugkyni en það fer eftir nafnorðinu sem þau standa með.

Dæmi:
Sætur strákur
Sæt stelpa
Sætt barn


Harðfiskur er fiskur sem er þurrkaður þar til hann verður harður. Um að ræða ævaforna geymsluaðferð. Skreið er gamalt nafn á honum.


Lýsingarorðin í textanum eru fjögur. Hver eru þau?
Merktu við þann svarmöguleika sem hefur að geyma öll lýsingarorðin.


 


Spurning 1 af 5.

 5  




© Edda Rún Gunnarsdóttir 18.3.2012