Notandanafn:   Aðgangsorð:               

Aðalverkefni

Ísland keppti í fyrsta skipti árið 1986

Tveir Íslendingar keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Evróvision eins og flestir segja
- Annar keppir fyrir Ísland, hinn fyrir Danmörku.

Verkefni

Lesið um Jónsa og Tómas hér fyrir neðan, bæði fréttir úr Morgunblaðinu og skoðið tengla með meira efni um þá.

 • Skrifið svo aðeins um þá.
  Til dæmis:
  • Í hvaða hljómsveit eru þeir
  • Hvað eru þeir gamlir
  • Eiga þeir systkini
  • Hvaða tungumál tala þeir

Sendið kennara verkefnið í pósti Senda Líf póst

Veröld/Fólk | 9.2.2004 | 20:09
Jónsi verður fulltrúi Íslands í Evróvision

Framlag Íslands til Evróvision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hefur verið valið. Upplýst var í Kastljósi Sjónvarpsins lagið nefnist Heaven og er eftir Svein Rúnar Sigurðsson en textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson. Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum mun flytja lagið en keppnin verður haldin í Istanbul í Tyrklandi.

Nokkrir tenglar um Jónsa.
Um Jónsa
af heimasíðu hljómsveitarinnar Í svörtum fötum
Frétt af mbl.is


Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 9.2.2004 | 5:30
Langar koma til Íslands og flytja lagið

Tómas Þórðarson, Íslendingur búsettur í Danmörku, verður fulltrúi Dana í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí. Tómas vann dönsku forkeppnina, sem var sjónvarpað beint á laugardagskvöldið, með þó nokkrum yfirburðum þegar hann söng lagið "Sig det løgn," eftir Ivar Lind Greiner.

Tómas er í hljómsveitinni Latin fever, sem leikur suðræna danstónlist. Hann lenti í þriðja sæti í annarri söngvakeppni, "Stjerne for en aften", árið 2001, en keppni var nokkurs konar stjörnuleit Dana.

Í samtali við Morgunblaðið segist Tómas sakna Íslands, en hann tileinkaði lagið hálfbróður sínum, Þresti Þórðarsyni, sem býr hér á landi, en þeir kynntust fyrir þremur árum eftir rúmra tuttugu ára aðskilnað. "Þetta er alveg frábært, í raun ólýsanleg tilfinning, maður trúir þessu varla, ég er ofboðslega þakklátur," segir Tómas aðspurður um líðan sína eftir keppnina. "Þröstur bróðir minn var horfa á dönsku keppnina hjá föðurömmu okkar heima á Íslandi, en þau fengu sér breiðbandið til geta horft á hana. Öll fjölskyldan kom saman heima hjá ömmu til horfa á keppnina."

Tómas er ekki mjög sleipur í íslensku en honum þykir afar vænt um Ísland og segist sakna landsins og ættingja sinna mjög, en hann hefur búið í Danmörku nær alla sína tíð. "Mig langar bara segja ég sakna fjölskyldu minnar og mig langar heimsækja Ísland bráðum til hitta fjölskylduna og syngja lagið fyrir ykkur og kynna það fyrir Íslendingum, ég er mjög spenntur fyrir því," segir Tómas lokum.

Nokkrir tenglar um Tómas.
Öll fréttin af mbl.is sem er hér fyrir ofan
Heimasíðan Forkeppnin í Danmörku Önnur frétt af mbl.is
Efnisflokkar
Íslenska

Hvernig fannst þér þetta verkefni?

© Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 13.2.2004