Frídagur_eyðufylling

Lestu textann og svaraðu satt eða ósatt.

...

-frídagur

Í dag er mánudagurinn fimmti apríl, árið tvö þúsund tuttugu og eitt.

Í dag er annar í páskum. Það er ekki venjulegur dagur, það er frídagur.

Á svona frídögum sef ég yfirleitt fram yfir tíu,

svo verð ég að fara á fætur því að kisi er orðinn svangur og mjálmar mikið.

Ég gef kisa og fæ mér síðan morgunmat og kaffi. Venjulega borða ég morgunkorn með mjólk í morgunmat.

Síðan fer ég inn á bað, fer í sturtu, þurrka og slétta á mér hárið og svo bursta ég tennurnar.

Stundum fer ég í göngutúr eða hlusta á hljóðbók og hekla fram að hádegismat.

..

Á frídögum borða ég yfirleitt hádegismat klukkan eitt.

Ég fæ mér samloku, hrísgrjónagraut eða salat.

Eftir hádegið fer ég oft í heimsókn eða kaffi til vina eða ættingja,

hitti vini á kaffihúsi, geri handavinnu eða fer í sund.

Stundum fer ég í Kringluna eða Smáralindina ef ég þarf að kaupa eitthvað sem fæst þar.

...

Ég borða alltaf kvöldmat klukkan sjö, nema þegar ég er með gesti í mat.

Þá er borðað klukkan hálf sjö.

Ef ég er með gesti í mat eyði ég kvöldinu í að spjalla við gestina mína

og ganga frá í eldhúsinu eftir að þeir eru farnir heim.

Ef ég er ein heima borða ég eitthvað létt

og eyði svo kvöldinu fyrir framan sjónvarpið eða við tölvuna að vinna.






Engin lína hefur verið skráð í æfinguna




© Svanlaug Pálsdóttir 5.4.2021