6. Umhverfið og ég
|
|
Veistu svarið Hér eru tvö stjörnuleitarverkefni sem reyna á hlustun og athyglisgáfuna.
|
Ánægjustundir í eldhúsinu Kókoskúlur og rískökur eru ekki sérlega hollar en þær eru þó alltaf jafn vinsælar, - til dæmis í barnaafmælum á Íslandi. Eins og nafn bókarinnar sem þessar uppskriftir eru teknar upp úr getur það verið ánægjulegt að eiga saman stund í eldhúsinu. Og auðvitað þarf ekki afmælisveislu sem ástæðu til matargerðar.
 Smelltu hér til að skoða uppskriftirnar. Ávaxtapinnar eru ágætis mótvægi við þessa óhollustu. Þá eru ávextir (t.d. jarðaber með súkkulaðihjúp, kíví, og bananar (með sítrónusafa- og kókóshjúp)) þræddir upp á pinna. Eins sýnir meðfylgjandi mynd einfalda og góða útgáfu af ávaxtapinnum.
 |
Í eldhúsinu Hér er á ferðinni pörunarverkefni þar sem ekki allar myndirnar parast saman og einhverjar eru því stakar.  Vert er að hafa í huga að í eldhúsinu gefast fjölmörg tækifæri til náms. Til dæmis má leggja grunn að stærðfræðinámi framtíðarinnar með því að telja, flokka, mæla og vega.
|
|