Persónuhættir - verkefni 2

Persónuhættirnir eru þrír: framsöguháttur, viðtengingarháttur og boðháttur.  Þeir beygjast eftir persónum.

Framsöguhátturinn er langalgengastur og lætur í ljós beina fullyrðingu eða beina spurningu. Dæmi:  Ég fer á morgun.  Jón kom í gær. Kom Jón í gær? Ferðu á morgun?

Viðtengingarhátturinn lætur í ljós eitthvað skilyrðisbundið, hugsanlegt, mögulegt, ósk eða bæn. Dæmi:  Ég kæmi ef ég gæti.  Skyldi hann trúa mér?  Tröll hafi þína vini.

Boðháttur lætur í ljós boð eða skipun.  Hann er aðeins til í 2. persónu, eintölu og fleirtölu í nútíð.  Dæmi: Far þú - Farðu.  Kom þú - Komdu.

Greindu sagnirnar í textanum í persónuhætti.

                                                                                            



Komdusæll.
Kennarinn sagði mér til syndanna.  
Hann kom með bátnum. 
Lærðubetur.
Ég hélt hann 
léti mig í friði. 
Ég kemst ekki með 
ykkur þótt mig langi með. 
Vertublessaður!

















© María Ragnarsdóttir 4.4.2005