Skynfærin: eyrun og heyrn

Á Vísindavef Háskóla Íslands er spurt:
Get ég heyrt hár og neglur vaxa?

Hér er svarið:

Höfundur getur sér þess til spurningin eigi rætur rekja til þekkts barnalags:

Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa.
Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa.
Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa,
heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast,
heyri hjartað slá.
En þá er spurningin, er þetta hægt í alvörunni?

Hljóðáreiti verður til þegar hreyfingar eða titringur veldur breytingum á þrýstingi í andrúmslofti, vatni eða öðru efni sem umlykur hlutinn (Goldstein, 2002). Það eru þessar þrýstingsbreytingar sem eyrað nemur og heilinn túlkar sem hljóð.

Til þess maður geti heyrt í hári og neglum vaxa þarf vöxturinn hafa áhrif á þrýsting, og þessar þrýstingsbreytingar verða berast eyranu og skynfærin verða vera nógu næm til nema þær. Ekkert af þessu er tiltölulega líklegt.

Hár og neglur vaxa á afskaplega löngum tíma þannig hæpið er vöxturinn valdi titringi í andrúmsloftinu svo nokkru nemi. Skynkerfi okkar er heldur ekki vel til þess fallið greina hægfara breytingar á áreiti. Þetta kemur yfirleitt ekki sök þar sem jafnaði er mikilvægast geta brugðist strax við snöggum breytingum í umhverfinu. (Til dæmis finna snöggan hita og heyra í árásarmanni eða dýri.)

Svarið er því: Nei, það er hvorki hægt heyra hár neglur vaxa þar sem hvort tveggja veldur bæði litlum og hægfara breytingum á umhverfi. Skynkerfi mannsins er ekki til þess fallið greina slíkar breytingar.


Hér geturðu farið á Vísindavef Háskóla Íslands

Verkefni
Svarið spurningunum hér fyrir neðan.

1. Eyrun sjá um

sjón
heyrn
lykt
snertingu
bragð

2. Það heyra
neglur vaxa

er ákaflega líklegt
er ákaflega ólíklegt
er eitthvað sem allir heyra
gerist bara á jólunum

3. Það sem er
mikilvægt
við skynkerfi
okkar

er þau hjálpi til við heyra góða tónlist
er þau hjálpi meðal annars til við
verja okkur
er þau heyri hárið síkka
er þau skynji litlar og hægfara breytingar






© Gígja Svavarsdóttir 26.10.2006